24.8.2013 | 10:12
Project Prinsessuleikur með fröken Ísól
enda á ég eflaust skemmtilegustu börn í heimi.
Við María Ísól skelltum okkur í prinsessuleik um daginn (María fékk að ráða) ég veit ekki hvor skemmti sér betur hún eða mamman.
Lífstíll | Breytt 25.8.2013 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2012 | 23:03
Pinocchio Live
Fyrir páska var stórglæsilega ballett sýningin hjá stelpunum.
Þetta gekk allt ótúulega vel, heilar 6 sýningar í allt og allt gekk að óskum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel í hlutverkum sínum og voru með allt 100%. Karólína var lítil skólastelpa og sardína og Elena Dís skiptist á að vera annarsvegar stór skólastelpa og hafmeyja og svo hins vegar Gosi sjálfur. Ég hannaði flesta búningana fyrir dansarana og tók auðvitað myndir af sýningunni. Professional myndir koma seinna.
Ég set inn myndir ma. stelpunum og af búningunum sem ég gerði og svo er albúm með auka myndum merkt Gosa.
Sýningin fékk ótrúlega flotta og góða dóma og mikið lof. Í allt tóku 134 börn þátt í sýningunni stúlkna kór, leiklistar og tómstundastólinn, listaskólinn, ballettskólinn, tónlistarskólinn og unglingahljómsveit spilaði undir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2012 | 16:58
Duglega stelpan mín
Þetta er duglega stelpan mín
Var mest lesna fréttin í dag á mbl.
Tíu ára ballerína í aðalhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2012 | 13:52
Undirbúningur fyrir Gosa
Ég er búin að vera að vinna í búningunum fyrir Gosa sýninguna hjá ballettskólanum i Sönderborg sl. ár, það er alveg að koma mynd á þetta.
Krabbar, sæhestar, krossfiskar, bláir fiskar, asnar, köttur og marglittur tilbúin, nammikakkar, hafmeyjur, kóralar og stór fiskur alveg að verða til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2012 | 20:11
Ég sem Frida
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2011 | 19:17
Fjölskyldumyndir
Ég er búin að vera að taka fjölskyldumyndir fyrir vini og vandamenn núna uppi á síðkastið.
Hér er smá sýnishorn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2011 | 14:09
Ballett í Alsion
Um síðustu helgi var Elena Dís að sýna á alþjóðlegri góðgerðar samkomu í Alsion. Ég tók nokkrar myndir.
Lífstíll | Breytt 26.11.2011 kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2011 | 16:05
Welcome home!!!
Ég tók þessa í sumar ásamt nokkrum öðum, sem velkomin-heim plaggat fyrir Bjarka
Smá einka húmor í gangi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 21:54
Pin-Up
Ég setti saman myndatöku um daginn með yndislegu stelpunum hér í Sönderborg. Kvennleikinn var í aðalhlutverki í þetta skiptið. Þemað var 1950' Pin-Up og eins og konur frá þeim tíma voru allar gull fallegar.
Við erum allar eins ólíkar og við erum margar, á öllum aldri, stærð og lögun. Við skemmtum okkur allar saman konunglega eftir langan og strangann dag.
Ljósmyndarinn er aftur sá sami og síðast Patricio Soto http://www.psfotografi.dk/.
Ég er strax byrjuð á skipulagningu fyrir næsta verkefni........ just wait and see
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2011 | 23:13
Skvísu herbergi
Við dúkkuðum upp á herbergin hjá stelpunum í haustfríinu um daginn. Losuðum leikföngin inn til Maríu Ísólar og gerðum rosa flott skvísu herbergi fyrir stóru stelpurnar okkar.
Þemað er aðallega ró og næði með svolitlu ballett yfirbragði, ballett myndir og viðurkenningaskjölin þeirra hanga uppi á veggjum. Það er ofsalega góður andi inn í herberginu þeirra núna og notalegt að sitja inni í herberginu. Þær eru með gamlan sófastól á hjólum sem auðvelt er að færa á milli og grjóna stól svo að það er rosa gott að "hanga" slaka á og spjalla. Þær keyptu sér líka samanbrotna dýnu fyrir vinkonurnar sem koma að gista og svo er legóið á sínum stað.
Við máluðum einn vegginn fjólubláann til að fá smá hlíleika og lit inn í herbergið.
Við erum enn að hugsa hvernig eða hvort niðurfellt tjald geti komið vel út þarna á milli.
Lífstíll | Breytt 1.9.2015 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar