18.6.2008 | 13:50
Hoppípolla
Elena Dís fór upp á Borg um helgina með pabba sínum og fjölsk. Hitti hrútinn sinn hann Arnar og rúntaði um á nýja fjórhjólinu, kom síðan heim í gær 17. júní. Við kíktum á nýju stelpuna hennar Evu frænku og Elena Dís fékk að æfa sig í að vera stóra systir, fórum svo á alvöru rokktónleika með Ragga Bjarna á eftir þar sem var dansað rokk á götum Reykjavíkur borgar.
Ég fór út að borða með Kitty á Santa María (laugavegi 22) um helgina og mæli eindregið með þessum stað, góður matur fljót þjónusta og mjööög ódýr. Þetta er nýji uppáhalds staðurinn minn núna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 16:36
Fréttablaðið í dag
Bls 23. Woha !
Okkur Weird Girls stúlkum bráðvantar hjólaskauta í öllum stærðum, ódýrt eða gefins.
Er ekki einhver sem þarf að fara að laga til í geymslunni hjá sér? Eða ömmu sinni...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2008 | 02:54
Enn lokaður í skápnum?
Aumingja R Kelly - Hann trúði að hann gæti flogið en lokaðist inni í skápnum...
Ef maður vill hlæja pínu og fá aumingjahroll þá mæli ég með þessu....

![]() |
R. Kelly sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.6.2008 kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2008 | 21:52
Hver kemur með?
Nú þarf ég ekki að gera mér ferð til Borgarfjarðar eystri á síðustu metrunum.
Var að hafa áhyggjur af þessu, missti af honum síðast.
![]() |
Damien Rice heldur tónleika á NASA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 12.6.2008 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.6.2008 | 00:24
Bumbufréttir
Smá update af bumbufréttum.
Það fer nú ekkert voða mikið fyrir þessari kúlu minni, er enn bara búin að þyngjast um 6 kíló, það er líklegast bara af því ég svo veik þarna fyrstu 5 mánuðina. Barnið er í svaka stuði eins og vanalega og gerir ýmsar tilraunir við að reyna að komast upp í lungu eða bara aftur á bak, annars hef ég á tilfinningunni að einn daginn poppi út eitt st. auka fótur eða hendi sem vinkar fólki.
Það er nóg að gera í sumarfríinu er búin að vera að setja upp gardínur og betrumbæta ýmislegt hér á heimilinu, herbergið hennar Elenu Dísar er í yfirhylmingu og fer að verða tilbúið - komin með skrifborð, hillur og ýmislegt fleira.
Annars er stóra systir að springa úr spenningi og mér sýnist vinkonur hennar líka. Ég er stundum að finna nýja barnavagninn úti á svölum vel búin fyrir hvaða veður sem er, fullan af dúkkum og ég er voðalega ósanngjörn að nenna ekki með þeim í göngutúr með vagninn, dúkkurnar og þær á systkinapallinum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2008 | 00:02
Mont :)
Í dag voru skólaslit hjá Elenu Dís og umsögnin komin í hús.
Hún er framúrkarandi á öllum sviðum sérstaklega í stærðfræði, lestri, framkomu og hegðun.
.........Lesskilningur og lestrar hraði er 7 sem er markmið 4. bekkjar.
Ú já ég er montin.
Svo var haldið upp á daginn með því að baka pizzu og bjóða pabba sínum í kósí kvöld - Hin óborganlega "There's something about Mary" varð fyrir valinu - rosalega er hún endalaust fyndin.
(myndir síðan í myndatöku í haust)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2008 | 10:03
Hundur í rennibraut
Þegar ég segi fullt hús af börnum þá meina ég fullt hús af börnum svo hendi ég þeim út á að leika þegar hávaðinn er orðin of mikill.
Þessi leikvöllur er beint fyrir framan hjá mér og þarna safnast góður hópur af krökkum saman, sá nýjasti í hópnum er þessi skemmtilegi hundur sem gefur ekkert eftir í leiknum - hann fær að vera með í öllum leikjum og er ma. troðið í rólur og hefur gaman af og þá tala ég ekki um rennibrautina....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 17:24
En höfum það á hreinu að það er engin Bandaríkjamaður!!
Og þá skiptir þetta ekki neinu máli.
Af hverju sagði hún ekki "engin þeirra er hvítur" eða "engin er karlmaður"
Þessi svarta kona er hin mesti rasisti.....Ironic!
![]() |
Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2008 | 08:51
Hollyfield einkennið
Í friends skiptust Rachel og Phoebe á Evander Hollyfield posteri,,,, Mig vantar Steven Tyler !!!!!
Ég veit að þetta er 60 dóphaus, en guð minn góður mig dreymir manninn stanslaust hahaha
Í mínum heimi er hann ekki hrukkóttur, ungur, talar íslensku, með aðeins minni munn og er ótrúlega skemmtilegur og við erum soulmates hahaha - steiiiiik!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 18:15
Klikkar ekki
Icy Spicy Leocie klikkar ekki, hér er hún komin með óborganlegt nýtt myndband.
Þessi kona fær mig alltaf til að brosa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar