Skiptu þeir um myndskeið með fréttinni?

Þegar ég horfði á þessa frétt í hádeginu í dag var lögreglan að úða táragasi á fjöldann, hvað varð um það? af hverju skiptu þeir um myndskeið? -  þetta er bara tuð.

 

svona leit upphafsmyndin með þessari frétt út Lögregla beitir táragasi


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á íslensku má alltaf finna svar...

Ein hefðbundin bílferð.

 


Námsmenn þurfa víst ekki að borða

Ekki skil ég hvað starfsfólk LÍN er að hugsa þegar að heldur að hægt sé að halda uppi heimili fyrir 82.600 kr. á mánuði - mig langar rosalega til að bölva þeim í sand og ösku en hef varla geð til þess. Crying Sá sem ákvað þessa útreikninga er bara bjáni

En í fátæktinni er ég búin að vera að spara fyrir hjóla-hjálmi fyrir prinsessuna, og með hækkandi sól var tímabært að fara og kaupa slíkan grip í dag, vinkonurnar koma núna daglega við í hjóla gírnum og mín horfir á eftir þeim því gamli hjálmurinn skemmdist í flutningunum. Við komum við í hjólabúðinni og fundum eins hjálm keyptur hafði verið árinu áður, ég ætlaði að fara að máta gripinn á skallann á dótturinni þegar afgreiðslumaðurinn tók hann af mér og sagðist eiga annan á bakvið - ekki í pakka sem við mættum bara eiga - alveg eins, ég bauðst samt til að borga gripinn og sagði honum að ég hefði nú ekki verslað hinn hjálminn hjá honum, en hann þvertók fyrir það og út fórum við með 4000 króna hjálm og ekki krónu fátækari. Þessi maður er dýrlingur. 

Ég vona að honum líði betur er formanni LÍN.


Hverjum datt þetta slagorð í hug?

Tuggable Huggable Softness Toilet Tissue

Furðulegt - en spaugilegt.

klósettpappír

 

 

 


Æfingin skapar meistarann

Ég komst að því kl 8 í morgun þegar að litla barnið mitt var að gera sig tilbúna fyrir "mót" að litla barnið mitt er ekkert svo lítið lengur. Loksins fékk hún viðurkenningu fyrir allar æfingarnar og fékk að fara á fimleikamót hún er búin að æfa sig daglega síðan í október og hefur farið mikið fram.

Hún stóð sig eins og hetja og vinkaði pabba sínum á 5 mín fresti og var eina barnið sem gat ekki staðið kyrr í 2 sek (hún td. dansaði í staðin fyrir að labba). Þetta var stór stund og ótrúlega gaman að sjá litla kroppinn skoppa um og njóta sín út í ystu æsar.

 

Hér er svo afreksturinn, annars var maður svo montin að það mátti ekki taka mynd Shocking

 


 Fleiri myndbönd af fimleikmótinu og heima-æfingum eru svo að finna hér til hliðar. 


Á einhver 200 lítra fiskabúr?

skjaldbaka2

skjaldbaka2

 

 

 

 

  

Þegar ég kom í heimsókn til mömmu og pabba um daginn blasti við mér frekar furðuleg sjón, baðherbergið þeirra var undirlagt af 2 risastórum skjaldbökum, þær svamla um í baðkarinu og satt að segja þá er mamma að missa sig yfir þessum óvenjulegu gestum og matar þær með rækjum, ormum og fersku niðurskornu grænmeti nokkrum sinnum á dag, reyndar hefur hún verið inni á klósetti að mata dýrin í síðustu 3 skipti sem ég hef talað við hana Wink spurning um hvað þetta má borða mikið. Henni leiðist amk ekki. 

Sindri bróðir fékk þessa sniðugu hugmynd um að fá sér skjaldbökur og það líka ekkert smá stórar - hann fékk skjaldbökurnar en á ekkert búr, svo að núna eru þær bara í baði.

Hann var samt sniðugur - því hann býr á Reyðarfirði og kemur ekkert í bæinn fyrr en núna um helgina. Hanahaha!

Hér með auglýsi ég eftir STÓRU búri svona 200 lítra, lampa og græjur svo að mamma og pabbi komist í skriðdýralaust bað bráðum. 

 

Elena Dís og skjaldbakan
Elenu fanst þær mjög skemmtilegar og var aðal skvísan í skólanum í gær
- því hún átti skjladbökur í baðinu hjá ömmu og afa. 

 


Allt svo fallegt og hvítt

Mér var litið út um gluggann áðan og dauðbrá því allt í einu er allt á kafi í snjó úti.

Ég hljóp út á svalir til að forða vorboðanum mínum sem ég hengdi út um helgina - sjálft hengirúmið það er ekki gert fyrir snjó aðeins sól og gott veður Cool enda keypt í Brasilíu.

DSC01844

 

En viti menn hormónarnir eru loks farnir af stað og allt í einu finnst mér allt hvítt vera ofboðslega fallegt, ég brosti út að eyrum og táraðist að sjá þessa undur fögru drífu yfir öllu,  rétt eins og um helgina  þegar ég var að strauja sparidúkinn minn og nokkur koddaver - þvílík fegurð - þvílíkt rugl - ég varð eins og amerísk húsmóðir sem hafði poppað of mikið valíum. Kannski eru þetta amerísku áhrifin sem urðu eftir frá fyrrum íbúum eða blessaður sveppurinn í húsinu sem heldur mér á eylífar trippi, það er nú ekki slæmt að sjá fegurðina í þvottinum og brosa hringinn eftir að hafa sett koddaverin í "fallegan beinan bunka" í hilluna í þvottahúsinu. Annars horfði ég á Extreem makeover í dag og fór að grenja yfir fegurðinni og kraftinum í fólkinu sem þátturinn snerist um, ég hélt að þetta væri þáttur um hús og viðgerðir. Já það er gott að hormónarnir komist út og ég geti grenjað yfir fallegum amerískum hlutum og öllu sem hvítt er. 

 

og ein sem Elena tók af hundinum

 

Annars fór ég í bumbutékk í dag, og það er allt í fínasta lagi ég er búin að þyngjast um næstum 4 kíló og gott ef barnið líkst ekki stórusystur sinni og sparkaði bara í ljósuna þegar hún var að mæla bumbuna. Annars er þetta barn aldrei kyrrt.

 


235 Sveppaville

 Sveppur: Dæmi

Jæja ég er að hugsa um að fara að reyna að blogga eitthvað hérna, ég var að lesa mbl.is í dag og rakst á þessa frétt og sá hvar maður kallaði þetta "Dæmisöguna ein fjöður fimm hænur" ég ætlaði að komment hjá honum en gat það ekki af því ég á ekki blogg - en hana nú - nú á ég blogg Cool

Húsið sem ég er í er ss. undirlagt af þessum blessaða svepp dóttir mín er búin að æla núna í heila viku, svaf í 20 klukkutíma straigt og hósta í meira en mánuð, ég er búin að fara með hana 2 sinnum til læknis í vikunni - hún var greind með veirusýkingu og ertingu í hálsi og ekkert hægt að gera við því - sama greining og ég fékk fyrir stuttu þegar ég lá í rúminu í 4 vikur. Ég fór í nágrannatékk um húsið áðan og komst að því að það eru fleiri í húsinu með samskonar veiki.

4 íbúðir af 9 eru með þennan ræktanlega svepp sýnilegan (ég fór ekki í hinar íbúðirnar) og meira og minna flestir í húsinu búnir að vera veikir síðan flutt var inn. Ein fjölskyldan er flutt út því barnið þeirra er búið að vera mikið veikt síðan þau fluttu hingað og daginn eftir að þau fóru byrjaði barninu að batna.

 

Það virðist vera erfitt að fá greiningu og viðurkenningu frá Þróunarfélaginu að þetta sé til staðar og ef svo er þá efast þau um að þetta geti verið heilsuspillandi. Það eru margir enn á biðlista eftir að fá fagmann til sín en í dag frétti ég að það væru 37 íbúðir sem búið er að staðfesta að séu með þennan svepp -  og svo er fólk eins og ég sem gerir ekki neitt nema röfla því inni hjá mér er ekkert sýnilegt enn - og lítið hægt að gera. 

Upplýsingar um þetta er hægt að finna á www.husogheilsa.is  Þar eru nefndar 86 tegundir af myglusveppum sem finnast í hýbýlum manna - mis hættulegar. 


mbl.is Börnin veikjast vegna myglusvepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 142580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband