22.1.2010 | 13:47
Flutningar
...... á efrihæðinni
Stóru stelpurnar okkar eru búnar að vera að suða um að fá að vera saman í herbergi í langan tíma. Við fjárfestum í koju og sl dagar hafa farið í að snúa efri hæðinni við. Elena og Karólína eru nú komnar í stóraherbergið María Ísól fékk sitt eigið herbergi og við Sigurgrímur tróðum okkur í litla herbergið. Þetta kemur bara ljómandi vel út allir ánægðir en sú sem er hvað allra ánægðust er litla María Ísól sem fæst ekki niður á neðri hæðina því hún er alltaf að leika.
Inni í herberginu er stór spegill sem hún getur séð sig alla í og hún veit ekki alveg hvort hún eigi að dansa eða leika eða allt í bland, þetta allt er amk. rosalega gaman.
Maríu herbergi er alveg tilbúið og hér eru nokkrar myndir af því, myndir af skvísuherberginu koma seinna þegar búið er að fínpússa það betur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 26.1.2010 kl. 17:17 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg yndislegt og "Pálmi" alsæl. Góð hugmynd að hafa börnin í stóru herbergjunum, við Bjarni gerðum þetta þegar við vorum í blokkinni, þá var alltaf svo mikið af bönum hjá okkur. Hjónakornin þurfa ekki stóran blett til að kúra á kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.