Ballerínur

Stelpurnar eru að byrja í ballet núna, Elena eftir rúmt árs hlé og Karólína í fyrsta skiptið.

Karólína er búin að vera að æfa sig upp á dag í mjöööööög langan tíma og getur varla  beðið. Fyrsti tíminn hennar er í dag en hún fékk að fylgjast með Elenu í hennar fyrsta tíma.

Kennarinn hennar Elenu átti ekki til orð yfir hana þegar hún var búin með fyrsta tímann  "þvílíkir hæfileikar" var það sem að hún sagði aftur og aftur, Elena er komin í "elitegruppe" strax og var boðið að sækja um í Danska konunglega ballettinn. Hún þakkaði mér kærlega fyrir að koma með hana í ballettskólann sinn og sagði aftur "þvílíkir hæfileikar" Ég labbaði út með tárin í augunum og bros allan hringinn að springa úr monti, og Elena auðvitað líka því loksins fékk hún útrás og fékk að reyna á sig. Henni hefur leiðst svo hræðilega sl ár í ballettinum því þar er ekki eins mikið action og "challance" eins og í fimleikunum, en núna eru komin inn fleiri spor og stökk, henni þótti ótrúlega gaman. Eitthvað fyrir hana. Halo 

Litlar ballerínur

Í hópnum hennar Karólínu eru bara 8 stelpur svo að hún fær góða kennslu og mikla athygli. Ég ætla að ath hvort ég fái ekki að smyglast inn með myndavélina. 

 

En svona rétt á meðan, gamlar balletmyndir. Kissing

 

Balletpía 15

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil vel að þú sért að rifna úr stolti :) Til hamingju með ballerínu snillingana!

Elín (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband