1.3.2010 | 00:40
Ísland
Við skelltum okkur til Íslands fjölskyldan í vetrarfríinu okkar núna um daginn. Mikið var það gaman, ótrúlega mikið sem komst í verk og ekkert stress. Hittum "næstum" alla sem við ætluðum okkur að hitta og gerðum allt sem við ætluðum að gera. Við skipulögðum ferðina rosalega vel og áttum nógan tíma í að "gera ekki neitt" á hótel mömmu í Hafnarfirðinum.
Elena Dís komst í sveitina á hestbak og þorrablót, Karólína til mömmu sinnar, María fékk að kúra hjá afa og ömmu, Gimsi fékk að rokka og ég fékk sushi. Allar ömmur heimsóttar og öskudagurinn tekinn með trompi. Við Elena sáum Ingó Veðurguð á öskudaginn og hann var tekin í alvöru guðatölu á staðnum. Það var auðvitað fjárfest í geisladisk með kappanum sem hefur ekki verið settur á stopp síðan við komum heim
Við frændsystkinin höfum eignast helling af börnum sl 2 ár og hittumst í fyrsta skiptið öll með þessi nýju, María Ísól var bara hlunkurinn í hópnum, næst elst... hahaha.... litla barnið mitt.
Heimferðin gekk ótrúlega vel, ég fór ein með stelpurnar heim því Sigurgrímur þurfti að fara aðeins fyrr. Þær voru eins og englar alla leiðina, bleiku sykurpúðarnir okkar - vel merktar í bleiiiiiiiku fangafötunum sínum svo að þær stæðu vel út úr í margmenni. 10 klukkutíma ferðalag er svolítið langt fyrir svona litla ferðalanga. En þær voru (og eru) ótrúlega góðar alla leiðina. Svo að þetta var ekkert mál. Fluffurnar komu held ég allar við til að hrósa þeim fyrir hvað þær væru góðar....... Það var ekki gert á leiðinni til Íslands ..... amk ekki eftir 10 mín tónleika Maríu sem nennti ekki að sitja kyrr í sætinu sínu lengur. Hehe..... já ef það er eitthvað sem hún erfði blessunin eftir hann föður sinn þá voru það raddböndin.
En já úr því þetta er svona myndablogg þá stikla ég á stóru, við tókum helling af myndum en samt ekki nógu margar því jú eins og alltaf þá vantar margt og marga.... en hér eru nokkrar í viðbót, annars er hellingur á Fésbókinni þið sem hafið hana..
Og kæru vinir og fjölskylda, endilega kvittið hér að neðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndisleg ferð hjá ykkur og örugglega gott að vera komin heim á ný. Nú fer að vora í Sönderborg, það verður gaman. Ég fylgdist aðeins með þér á feisinu, skemmtilegar myndir. Njótt lífsins elsku Tinna mín. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 1.3.2010 kl. 13:21
Flottar myndir, leiðinlegt að hitta ykkur ekki en það verður bara næst.
Bestu kveðjur
Kamilla, Örvar, Arndís Erla og Elías Bessi.
Kamilla Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:11
Alltaf gaman að kíkja á bloggið ykkar, flott fjölskylda Kveðja Eyrún
Eyrún (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:09
það var æðislegt að hitta ykkur öll aftur,, en mér sárnar nú samt að það skuli ekki vera myndir af uppáhalds litlabróður þinum þarna :(
Sindri frændi (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.