Sönderborg

ágúst2010 106 

Lífið hér í Sönderborg er komið í gang eftir sumarið og allt að falla í rútínu á ný. Hér í kring um okkur er mikið af Íslendingum og ótrúlega mikið af krökkum... til allrar lukku fyrir okkur þá eru þetta næstum allt stelpur eða um 17 íslenskar stelpur í sömu götunni.

ágúst2010 083ágúst2010 079ágúst2010 053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 055

Karólínu gengur mjög vel í skólanum, kennarinn hennar talaði um hvað hún væri dugleg og opin í tímum og hún er strax búin að eignast vinkonur í bekknum. Karólínu gengur vel í stærðfræði og er BEST í lestri í sínum bekk. Hún er búin að vera rosalega dugleg að lesa heima og við ákváðum að taka íslensku harðstjóra leiðina á lesturinn og láta hana lesa allt tvisvar (eins og kennt er á Íslandi) í stað einu sinni eins og gert er hér..... og viti menn hún er langt ... langt um betri en hinir krakkarnir í bekknum.

 Þetta gefur henni mikið sjálfstraust í skólanum og hún gerir heimaverkefnin sín með

 bros á vör.

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 117

 Krakkarnir í hverfinu byrja að banka um hádegi til að spyrja eftir henni en þá er hún yfirleitt

 í skólanum og þær þurfa oftast að bíða eftir að

 Karólína komi heim svo að hún geti leikið.

Hún er byrjuð aftur í ballettinum og er síðan að fara að keppa í fótbolta á morgun með bekknum sínum. Hún fer í SFO sem er eftirskólinn hérna og gerir marga skemmtilega hluti með þeim þar, eins og um daginn var hún að smíða og kom heim með tré hjarta sem hún hafði sagað út og pússað alveg sjálf. Það er óhætt að segja að henni líði vel hérna og eigi marga vini.

2 ára afmæli Maríu Ísólar 116ágúst2010 006ágúst2010 147ágúst2010 013 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 056

 Elenu gengur líka rosalega vel í skólanum, hún er best í stærðfræði, ensku og lestri í sínum bekk og var að fá einkunn úr stafsetningarprófi í vikunni þar sem hún var líka hæst þar með eina villu (algengt var að vera með 11-12 villur). Það má vel taka það fram að við foreldrarnir misstum kjálkann næstum niður í gólf þegar að hún kom heim með þá einkunn, því Elena hefur aðeins verið í Danmörku í eitt ár og samanlagt hafa um 2 1/2  mánuðir af þeim hafa verið á Íslandi.

ágúst2010 061

 Hún á einnig heilan helling af vinkonum hérna, bæði Íslenskum stelpum í hverfinu og dönskum úr skólanum og svo gömlu vinkonurnar frá Nordborg.

 

 

 

 

ágúst2010 105ágúst2010 044

 

 

 

 

 

 

 

Hún er byrjuð að æfa með Elite balletthópnum og fær að fara til Kaupmannahafnar í nóvember í æfingaferð í Konunglega ballettskólann http://www.kglballetskole.dk/  hún er búin að vera rosalega dugleg að æfa sig alla vikuna og fara á auka æfingar því að það var koma að koma kona frá Kaupmannahöfn til að skoða hana, ekki nóg með að hafa komist inn í þennan hóp heldur var verið að bjóða henni að æfa með eldri stelpunum líka sem er hópurinn sem að hún sjálf hefur litið svo upp til. Þær voru ofsalega hrifnar af henni og hversu einbeitt og yfirveguð hún er á æfingum. 

 

ágúst2010 059

 

María Ísól er líka komin til nýrrar dagmömmu sökum flutninga og gengur vel að aðlagast því öllu líka, hún er svo sem mjög auðveldur krakki í umgengni og alltaf glöð og í góðu skapi svo að það var í raun ekki við öðru að búast. Hún er einnig búin að eignast sínar vinkonur í hverfinu en þær eru allar Íslenskar og koma svona 20 sinnum yfir daginn til að tékka á henni, sem henni þykir ákaflega gaman.

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 0792 ára afmæli Maríu Ísólar 0702 ára afmæli Maríu Ísólar 0332 ára afmæli Maríu Ísólar 0472 ára afmæli Maríu Ísólar 0282 ára afmæli Maríu Ísólar 0312 ára afmæli Maríu Ísólar 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 076 

ágúst2010 137

María Ísól átti 2 ára afmæli um daginn og er sérstakur áhuga maður um afmæli eftir þá uppákomu, við td. syngjum alltaf afmælissönginn þegar að það er drekkutími eða bara eitthvað gott á borðinu. Henni þykir mjöög gaman að syngja, mér og hljóðhimnunni í mér til mikillar gleði.... því hún á jú mjög sterka rödd sem sem hentar betur til söngs en annars háfaða. Stelpurnar eru ofsalega góðar við hana og ekki einu sinni hafa þær skilið hana útundan eða ekki leift henni að vera með, heldur taka þær hana alltaf með inn í leikinn. ( Hún fær td. að vera hundurinn og tröllabarnið og svona skemmtileg hlutverk ) Stóru systurnar eiga stórt hlutverk í því hvernig Maríu Ísól gengur að samblandast öðrum börnum og hún virðist vera velkominn inn í hvaða hóp sem er.

ágúst2010 081ágúst2010 085

 

 

 

 

 

ágúst2010 010ágúst2010 004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 043

Amma Jóna kom heim með stelpurnar frá Íslandi og var hjá okkur í viku, það var yndislegt að fá hana í heimsókn og geta sýnt henni lífið okkar, nýja húsið og Sönderborg.  Agnes amma er svo á leiðinni til okkar í nóvember og við getum varla beðið. Smile 

 

 

 

ágúst2010 073

 

 

Við Sigurgrímur erum byrjuð í skólanum, mér líst ágætlega á þetta allt, þetta hljómar voða spennandi og ég er komin langt fram úr sjálfri mér og búin að gera allt sem ég ætla mér næstu árin í huganum þó svo að ég viti vel að það sé ekki mikið verklegt í byrjun....  

 

ágúst2010 149

Ég setti inn nýtt albúm með fleiri myndum merkt "haust 2010"

 

 

 

 

 

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að allt gangi svona vel hjá ykkur og innilega til hamingju með alltar stelpurnar... verð að segja að þið eruð ótrúlega heppin að eiga svona flottar, fallegar og duglegar stelpur... gangi ykkur vel ;o)

 Kv.Birgitta

Birgitta M Olsen (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að fylgjast með ykkur, og frábært hvað lífið gengur vel. Þið eruð heppin svona samhent og góð.  Kær kveðja frá okkur Bjarna Ómari. dásamlegar myndir og þessi af litla "flassaranum" toppar allt. þú þyrftir eiginlega að senda hana í ljósmyndakeppni.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband