Skírnarkjóllinn

 skírnarkjóll

Helga vinkona hringdi í mig fyrir helgi í sjokki yfir að skírnarkjóllinn fyrir óskar Pál hefði gleymst heima á Íslandi og bráðvantaði kjól fyrir sunnudag. Mér var litið upp og horfði á fínu gardínuna mína og minntist þess að ég ætti fleiri vængi ofan í kassa uppi á hálofti, rauk út keypti satín í undirkjól, nokkrar blúndur, borða og auka tvinna .... og VOLA!!!! út kom þessi fíni skírnarkjóll.

Ég er nú bara nokkuð ánægð með hann, en ég væri alveg til í að eiga owerlock-vél, mín er góð en ekki frábær.

 Hér eru nokkrar myndir af verkinu Smile

 kjollskírnarkjóll

kjollóskarÓskar Pállfjölskyldan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt sko vera meira en nokkuð ánægð með kjólinn !!! HANN ER ÆÐI ... þú ert nú meiri snillingurinn :) Knús á ykkur

 p.s. fer ekkert að koma nýtt myndband af fyndnustu litlu prinsessunni í DK frk. Maríu Ísól :) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:29

2 identicon

Tinna mín þú mátt vera hreykin af þessu, þarna þekki ég þig rétt. Hugmyndaflugið á fullu, bara redda þessu!!!! En vonandi er þetta bara byrjunin hjá þér núna, því þú ert góð í því að skapa og ert örugglega á réttri hillu í náminu sem þú varst að byrja í. Hlakka til að sjá framhaldið.

Mamma

Agnes Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Tinna

Hehe nei ekkert síðan hún var að pína köttinn þarna um daginn .... ég hef varla þorað síðan að taka mynd af krakkanum....

En takk ég er nokkuð ánægð með hann ...... svona miðað við tíma og ekki vera með neitt snið eða fyrirmynd.... já eða barn í réttri stærð í nálægð....... María Ísól var ekkert voða ánægð að þurfa að máta svona oft og fara svo aftur úr og í ........ Karólína var aftur ámóti pínu svekkt að fá ekki líka svona kjól og vonbrigðin leyndu sér ekki þegar kom í ljós að þessi var ekki handa henni.

Tinna, 11.10.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Ég verð að segja að í fyrsta sinn á minni löngu ævi er ég orðlaus! Váá var það eina sem mér datt í hug. Þú ert óborganleg Tinna mín. Þvílíkur snillingur og þvílíkur vinur! Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, málið er bara afgreitt ;). Ég hefði trúlega farið í panikk og endað með að versla rándýran kjól en þú, vippar fram saumavélinni og málið er afgreitt ;). Þú átt hrós skilið fyrir þetta, ég hef það frá áreiðanlegum heimildum að það er ekkert lítið mál að græja slíkan kjól. Það er þessi hugsunarháttur sem fær mig til að stoppa og hugsa "Hey, ekkert er eins flókið og það virðist vera í fyrstu, ég get þetta!" Það er svo ríkt í okkur mannfólkinu að selja okkur þá hugmynd að við getum ekki e-ð og því sé einfaldast að leggja árar í bát. Takk fyrir þetta Tinna mín, þú ert innblástur til okkar allra og hey innblástur að næstu bloggfærslu ;) luv ya.

María Ólöf Sigurðardóttir, 15.10.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband