15.11.2010 | 01:41
Nóvember og Elena 9 ára
Elena Dís varð 9 ára um daginn og í tilefni dagsins skelltum við okkur í Funpark í þýskalandi og svo var haldið þrusupartý helgina eftir. Í ár var ekki haldið hrekkjavökuafmæli eins og sl 3 ár okkur Sigurgrími til mikilla vonbrigða en við redduðum því og héldum bara okkar eigin hrekkjavökupartý í staðin og fórum sem Tim Burton karakterar.
Lady Gaga var æði, við fengum fáránlega góð sæti alveg beint fyrir ofan sviðið svo að við sáum allt mjög vel. Við tókum bara litlu myndavélina með okkur og náðum mörgum góðum myndum af fröken Klikk eins og hún er kölluð á okkar heimili. Það má segja það þetta hafi verið þeir allra flottustu tónleikar sem að við höfum farið á ... þvílíkt show og flottir búningar.
Elena Dís sýndi sína fyrstu sýningu í dag með Elitegruppen og stóð sig mjög vel, svo er stór sýning í Nordborg á þriðjudaginn sem er alveg frábært því að þann dag kemur einmitt mamma til okkar svo að hún fær tækifæri á að sjá primaballerinuna okkar á sviði. Mamma verður í viku og svo verðum við samferða henni til Köben því Elena er akkúrat að fara á æfingu í konunlegaleikhúsinu með Den Kongelige Ballet á sama tíma ....... svo getum við farið að slaka á.
Spurning hvort það verði nokkuð slakað á fyrr en um jólin, ég var að fá annarverkefnið mitt sem á að vera tilbúið fyrir jól og það er meira en nóg að gera bara í því, og eins og alltaf mikið að gera hjá Sigurgrími í skólanum .. við erum farin að skipta okkur niður á hver fær að fara út og læra.
Annars ætlar Sindri bróðir að koma og ver hjá okkur um jólin og við erum rosalega ánæg að hann ætli að gera það .... María Ísól er samt spenntust af öllum af því að hún Á SINDRA!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífið greinilega alltaf ljúft hjá ykkur, til hamingju með Elenu og hafið það ávallt sem best.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.