30.10.2011 | 23:13
Skvísu herbergi
Við dúkkuðum upp á herbergin hjá stelpunum í haustfríinu um daginn. Losuðum leikföngin inn til Maríu Ísólar og gerðum rosa flott skvísu herbergi fyrir stóru stelpurnar okkar.
Þemað er aðallega ró og næði með svolitlu ballett yfirbragði, ballett myndir og viðurkenningaskjölin þeirra hanga uppi á veggjum. Það er ofsalega góður andi inn í herberginu þeirra núna og notalegt að sitja inni í herberginu. Þær eru með gamlan sófastól á hjólum sem auðvelt er að færa á milli og grjóna stól svo að það er rosa gott að "hanga" slaka á og spjalla. Þær keyptu sér líka samanbrotna dýnu fyrir vinkonurnar sem koma að gista og svo er legóið á sínum stað.
Við máluðum einn vegginn fjólubláann til að fá smá hlíleika og lit inn í herbergið.
Við erum enn að hugsa hvernig eða hvort niðurfellt tjald geti komið vel út þarna á milli.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 142283
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.