Skvísu herbergi

 

Við dúkkuðum upp á herbergin hjá stelpunum í haustfríinu um daginn. Losuðum leikföngin inn til Maríu Ísólar og gerðum rosa flott skvísu herbergi fyrir stóru stelpurnar okkar. 

Þemað er aðallega ró og næði með svolitlu ballett yfirbragði, ballett myndir og viðurkenningaskjölin þeirra hanga uppi á veggjum.   Það er ofsalega góður andi inn í herberginu þeirra núna og notalegt að sitja inni í herberginu. Þær eru með gamlan sófastól á hjólum sem auðvelt er að færa á milli og grjóna stól svo að það er rosa gott að "hanga" slaka á og spjalla. Þær keyptu sér líka samanbrotna dýnu fyrir vinkonurnar sem koma að gista og svo er legóið á sínum stað. Wink  

IMG 0912

Við máluðum einn vegginn fjólubláann til að fá smá hlíleika og lit inn í herbergið.

IMG 0916IMG 0932IMG 0893IMG 0937IMG 0926IMG 0924IMG 0927IMG 0910IMG_0936IMG 0915IMG 0918IMG 0914IMG 0913




 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kofmóðan er gömul Rúmfatalagerskofmóða sem að mamma hjálpaði mér við að veggfóðra með hillupappír, hnúðarnir eru sprayaðir gylltir og skreyttir með skartsteinum.
 
 
 
 
 
Við settum upp kögur í loftið til að skilja aðeins að svefnherbergishlutann  í herberginu.
 
  
 
 
 
 
Snyrtiborðið er úr Ikea semvið skreytum með skartsteinum.
 
Vekið á veggnum er yndislega gamla spari veskið hennar  langömmu. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Við settum upp stórann ramma sem að tíminn á eftir að fylla með góðum minningum um þær systur og vinkonur. 
 
 
 
 
 
Til að fá smá feng-sui inn í herbergið (sem er nauðsinlegt að mínu mati þegar tvær stelpur deila herbergi Halo )  lítil Orkidea og handtínir orkusteinar af stelpunum. 
  
  
 
 
  
 
 
Spegillinn er gamall sem að við spreyuðum bleikan og þar sem ballett er eitt af stærsu áhuga málum stelpnanna tókum við gamla rúmteppaslá og sprayuðum hana bleika og hvíta til að nota sem æfingarslá og svo nægt gólfpláss til að geta dansað.  
 
 
 
  
 
 
Í kring um rúmin sín afmarkað með kögri er smá privat sem að þær eru með fyrir sig, myndir af foreldrum sínum og fjölskyldum og persónulega muni.
 Við erum enn að hugsa hvernig eða hvort niðurfellt tjald geti komið vel út þarna á milli. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 142283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband