235 Sveppaville

 Sveppur: Dæmi

Jæja ég er að hugsa um að fara að reyna að blogga eitthvað hérna, ég var að lesa mbl.is í dag og rakst á þessa frétt og sá hvar maður kallaði þetta "Dæmisöguna ein fjöður fimm hænur" ég ætlaði að komment hjá honum en gat það ekki af því ég á ekki blogg - en hana nú - nú á ég blogg Cool

Húsið sem ég er í er ss. undirlagt af þessum blessaða svepp dóttir mín er búin að æla núna í heila viku, svaf í 20 klukkutíma straigt og hósta í meira en mánuð, ég er búin að fara með hana 2 sinnum til læknis í vikunni - hún var greind með veirusýkingu og ertingu í hálsi og ekkert hægt að gera við því - sama greining og ég fékk fyrir stuttu þegar ég lá í rúminu í 4 vikur. Ég fór í nágrannatékk um húsið áðan og komst að því að það eru fleiri í húsinu með samskonar veiki.

4 íbúðir af 9 eru með þennan ræktanlega svepp sýnilegan (ég fór ekki í hinar íbúðirnar) og meira og minna flestir í húsinu búnir að vera veikir síðan flutt var inn. Ein fjölskyldan er flutt út því barnið þeirra er búið að vera mikið veikt síðan þau fluttu hingað og daginn eftir að þau fóru byrjaði barninu að batna.

 

Það virðist vera erfitt að fá greiningu og viðurkenningu frá Þróunarfélaginu að þetta sé til staðar og ef svo er þá efast þau um að þetta geti verið heilsuspillandi. Það eru margir enn á biðlista eftir að fá fagmann til sín en í dag frétti ég að það væru 37 íbúðir sem búið er að staðfesta að séu með þennan svepp -  og svo er fólk eins og ég sem gerir ekki neitt nema röfla því inni hjá mér er ekkert sýnilegt enn - og lítið hægt að gera. 

Upplýsingar um þetta er hægt að finna á www.husogheilsa.is  Þar eru nefndar 86 tegundir af myglusveppum sem finnast í hýbýlum manna - mis hættulegar. 


mbl.is Börnin veikjast vegna myglusvepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eybjór

Er ekki málið að rífa bara niður listann, þú verður bara að fara sýna smá sjálfsbjargarviðleitni. ef þú átt bjór þá kem ég með kúbein

Eybjór, 11.4.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Tinna

Ekki málið Eybjór minn, anytime

Ég legg til að gera gat í gólfið og opna á milli hæða - hafa svolítin nágranna kærleik í þessu.

Tinna, 13.4.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband