9.4.2008 | 01:52
Allt svo fallegt og hvítt
Mér var litið út um gluggann áðan og dauðbrá því allt í einu er allt á kafi í snjó úti.
Ég hljóp út á svalir til að forða vorboðanum mínum sem ég hengdi út um helgina - sjálft hengirúmið það er ekki gert fyrir snjó aðeins sól og gott veður enda keypt í Brasilíu.
En viti menn hormónarnir eru loks farnir af stað og allt í einu finnst mér allt hvítt vera ofboðslega fallegt, ég brosti út að eyrum og táraðist að sjá þessa undur fögru drífu yfir öllu, rétt eins og um helgina þegar ég var að strauja sparidúkinn minn og nokkur koddaver - þvílík fegurð - þvílíkt rugl - ég varð eins og amerísk húsmóðir sem hafði poppað of mikið valíum. Kannski eru þetta amerísku áhrifin sem urðu eftir frá fyrrum íbúum eða blessaður sveppurinn í húsinu sem heldur mér á eylífar trippi, það er nú ekki slæmt að sjá fegurðina í þvottinum og brosa hringinn eftir að hafa sett koddaverin í "fallegan beinan bunka" í hilluna í þvottahúsinu. Annars horfði ég á Extreem makeover í dag og fór að grenja yfir fegurðinni og kraftinum í fólkinu sem þátturinn snerist um, ég hélt að þetta væri þáttur um hús og viðgerðir. Já það er gott að hormónarnir komist út og ég geti grenjað yfir fallegum amerískum hlutum og öllu sem hvítt er.
Annars fór ég í bumbutékk í dag, og það er allt í fínasta lagi ég er búin að þyngjast um næstum 4 kíló og gott ef barnið líkst ekki stórusystur sinni og sparkaði bara í ljósuna þegar hún var að mæla bumbuna. Annars er þetta barn aldrei kyrrt.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta er krúttlegt, mér finnst einmitt svona nýstrauaður þvottur svo næs.
Stefanía, 9.4.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.