12.4.2008 | 22:41
Æfingin skapar meistarann
Ég komst að því kl 8 í morgun þegar að litla barnið mitt var að gera sig tilbúna fyrir "mót" að litla barnið mitt er ekkert svo lítið lengur. Loksins fékk hún viðurkenningu fyrir allar æfingarnar og fékk að fara á fimleikamót hún er búin að æfa sig daglega síðan í október og hefur farið mikið fram.
Hún stóð sig eins og hetja og vinkaði pabba sínum á 5 mín fresti og var eina barnið sem gat ekki staðið kyrr í 2 sek (hún td. dansaði í staðin fyrir að labba). Þetta var stór stund og ótrúlega gaman að sjá litla kroppinn skoppa um og njóta sín út í ystu æsar.
Hér er svo afreksturinn, annars var maður svo montin að það mátti ekki taka mynd
Fleiri myndbönd af fimleikmótinu og heima-æfingum eru svo að finna hér til hliðar.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.