Námsmenn þurfa víst ekki að borða

Ekki skil ég hvað starfsfólk LÍN er að hugsa þegar að heldur að hægt sé að halda uppi heimili fyrir 82.600 kr. á mánuði - mig langar rosalega til að bölva þeim í sand og ösku en hef varla geð til þess. Crying Sá sem ákvað þessa útreikninga er bara bjáni

En í fátæktinni er ég búin að vera að spara fyrir hjóla-hjálmi fyrir prinsessuna, og með hækkandi sól var tímabært að fara og kaupa slíkan grip í dag, vinkonurnar koma núna daglega við í hjóla gírnum og mín horfir á eftir þeim því gamli hjálmurinn skemmdist í flutningunum. Við komum við í hjólabúðinni og fundum eins hjálm keyptur hafði verið árinu áður, ég ætlaði að fara að máta gripinn á skallann á dótturinni þegar afgreiðslumaðurinn tók hann af mér og sagðist eiga annan á bakvið - ekki í pakka sem við mættum bara eiga - alveg eins, ég bauðst samt til að borga gripinn og sagði honum að ég hefði nú ekki verslað hinn hjálminn hjá honum, en hann þvertók fyrir það og út fórum við með 4000 króna hjálm og ekki krónu fátækari. Þessi maður er dýrlingur. 

Ég vona að honum líði betur er formanni LÍN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband