21.5.2008 | 13:05
Óvenju kröftugur krakki!
Þetta sagði ljósmóðirin við mig áðan, þegar að kom í ljós að ég er marinn á innanverðri bumbunni eftir öll spörkin. Ég hef sagt það allan tímann þetta barn sparkar óvenjulega mikið og fast, og nú er þetta orðið sárt. Ég hef aldrei á æfi minni heyrt að maður gæti marist inni í bumbunni eftir barnið sitt hehe en jú það er víst- furðulegt.
Fór í sónar, allt í himnalagi maður var bara í stuði eins og vanalega, fer aftur eftir mánuð
Elena Dís fór í fimleikapartí á föstudaginn eins og hinar gellurnar- hihi. Annars var fjölskyldudagur í fimleikunum á laugardaginn og opin dagur hér á Keilissvæðinu líka, pylsur og annað góðgæti í boði og svo sýning á svæðinu - svo að í kjölfarið komu hellingur af gestum að kíkja á okkur mæðgur, gaman að því.
Síðan á sunnudag var hið árlega prinsessupartí og ég bakaði köku fyrir prinsessurnar (prinsessuköku auðvita). Sindri bróðir kom i bæinn með vin sinn sem lítur alveg eins út og Antonio Banderas og Örvar bróðir kom líka heim frá Spáni með sína fjölskyldu. Og svo var prinsessan sjálf sett í sumar-klippinguna og lokkarnir fengu að fjúka - eða svona rúmir 20 cm.
Hellingur að gera þessa helgina og hellingur af myndum.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.