Bumbufréttir

Smá update af bumbufréttum.

Júní 2008 038

Það fer nú ekkert voða mikið fyrir þessari kúlu minni, er enn bara búin að þyngjast um 6 kíló, það er líklegast bara af því ég svo veik þarna fyrstu 5 mánuðina. Barnið er í svaka stuði eins og vanalega og gerir ýmsar tilraunir við að reyna að komast upp í lungu eða bara aftur á bak, annars hef ég á tilfinningunni að einn daginn poppi út eitt st. auka fótur eða hendi sem vinkar fólki. Whistling

Það er nóg að gera í sumarfríinu er búin að vera að setja upp gardínur og betrumbæta ýmislegt hér á heimilinu, herbergið hennar Elenu Dísar er í yfirhylmingu og fer að verða tilbúið - komin með skrifborð, hillur og ýmislegt fleira.

Annars er stóra systir að springa úr spenningi og mér sýnist vinkonur hennar líka. Ég er stundum að finna nýja barnavagninn úti á svölum vel búin fyrir hvaða veður sem er, fullan af dúkkum og ég er voðalega ósanngjörn að nenna ekki með þeim í göngutúr með vagninn, dúkkurnar og þær á systkinapallinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra frá þér bumbulína, ósköp sæt mynd af þér.  Knús á ykkur báðar.  og einn á bumbuna

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Sólveig Ósk Óskarsdóttir

vává bumba mín

hlakka til að sjá ykkur... þig, elenu og bumbuna, í júlí.

stór koss og risa knús.

SOLLA FRÆNKA ! 

Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 9.6.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband