9.6.2008 | 00:24
Bumbufréttir
Smá update af bumbufréttum.
Það fer nú ekkert voða mikið fyrir þessari kúlu minni, er enn bara búin að þyngjast um 6 kíló, það er líklegast bara af því ég svo veik þarna fyrstu 5 mánuðina. Barnið er í svaka stuði eins og vanalega og gerir ýmsar tilraunir við að reyna að komast upp í lungu eða bara aftur á bak, annars hef ég á tilfinningunni að einn daginn poppi út eitt st. auka fótur eða hendi sem vinkar fólki.
Það er nóg að gera í sumarfríinu er búin að vera að setja upp gardínur og betrumbæta ýmislegt hér á heimilinu, herbergið hennar Elenu Dísar er í yfirhylmingu og fer að verða tilbúið - komin með skrifborð, hillur og ýmislegt fleira.
Annars er stóra systir að springa úr spenningi og mér sýnist vinkonur hennar líka. Ég er stundum að finna nýja barnavagninn úti á svölum vel búin fyrir hvaða veður sem er, fullan af dúkkum og ég er voðalega ósanngjörn að nenna ekki með þeim í göngutúr með vagninn, dúkkurnar og þær á systkinapallinum.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér bumbulína, ósköp sæt mynd af þér. Knús á ykkur báðar.
og einn á bumbuna 
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 00:30
vává bumba mín
hlakka til að sjá ykkur... þig, elenu og bumbuna, í júlí.
stór koss og risa knús.
SOLLA FRÆNKA !
Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 9.6.2008 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.