23.7.2008 | 15:39
Ísland í dag og stækkandi rass
Það er ekkert að gerast hjá mér, er óþolandi hress en stefni á að koma þessu barni út í næstu viku - það væri mjög góður tími. Annars er 5 ágúst mjög góður dagur í alla staði. Ég er bara að taka því rólega og hangi í Bláalóninu og sundi tímunum saman.
Ég er ekkert að springa eins og margir eru á þessum tíma , þótt maður sé ekkert léttur á sér - er svona meðalstór körfubolti, nema ég tók eftir því í gær að rassinn á mér hefur líka stækkað - það átti ekki að gerast
Og svo í kvöld... verða Kitty og Lilja í Íslandi í dag (linkur 23.07.08) að tala um og kynna Wierd Girls verkefnið okkar - ég var reyndar ekki með í síðasta verkefni vegna líkamsburðar - en mikið rosalega hefði ég viljað vera þar. Það er aldrei að vita nema að einhver video eða myndum verði skotið inn í viðtalið. Gaman gaman - rassinum á mér gæti brugðið fyrir þarna inn á milli í ögn smærra númeri en hann er í dag - ekki missa af því.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að velta því fyrir mér hvort það væri bara ekkert að gerast :) he he he flottar myndir af wierd girls :) Man sérstaklega eftir þér í rauða gellubúningnum ha ha ha :)
Knús til ykkar Elenu Dísar og bumbubúans C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:51
Maður er töff í spantex,,, verst að hann passi ekki lengur, ég væri líklega eins og Poo í Teletubbies í honum eða stórt rautt - Þ.
Tinna, 23.7.2008 kl. 19:09
Töff myndir og ég er viss um að rassinn verður fljótur að komast í rétta stærð á ný. Gangi þér vel elsku Tinna og ég hlakka til að sjá myndir af skottinu þínu. Knús á Elenu Dís prinsessu

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:37
hæ skvís,
jæja ætlar hún Tinna Tinnudóttir ekkert að fara að láta sjá sig :) (segi ég sem geng alltaf fram yfir) - en vonandi hefur þú það sem allra best. knús og kveðja úr Kóp
Tinna (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:25
Maður er alltaf töff í spandex, eða svona næstum því
Ragga (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.