30.7.2008 | 13:24
Pælingar
Rétt áður en að maður fer að sofa á kvöldin skjótast oft upp spurningar um hitt og þetta, væri ekki gott að geta fengið svör við öllum sínum hugsunum strax.
Elena Dís er oft að velta fyrir sér heiminum og gær kom heilt spurninga flóð á borð við: Úr hverju dó ástmaður Vatnsenda Rósu? Hvað hét hann? Hvernig myndast krabbamein? Er hægt að skera krabbamein sem kemur í hálsinn í burtu? En í beinin? Hvað var Spænskuveikin? Hvernig myndast frumurnar í líkamanum okkar? Hvar eru þær geymdar? og svona mátti lengi telja.... Við ræddum þetta í dágóðan tíma og mér fannst ég voða góð að geta svarað mestu af fróðleiksfýsn dóttur minnar og fór að pæla í hvað það væri gott að geta fengið öll svör bara svona strax og manni dettur spurningin í hug rétt fyrir svefninn.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndisleg alltaf hún dóttir þín, hlakka til að fylgjast með bumbubúanum þegar hann mætir á svæðið. Knús á ykkur báðar
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.