18.8.2008 | 00:28
Loksins komin
Jæja nú er hún er loksins komin og komin heim, hún lét aðeins bíða eftir sér litla daman og fæddist með krumpaðar hendur og tásur, hihihi
Hún kom 14.08.08 og allt gekk voða vel, og okkur líður rosa vel líka.
Þetta er algjör prinsessa og heyrist ekki í henni, hún er ofsalega vær og góð og ansi mikið lík systur sinni í útliti þeas. hún hefur kína-augun okkar Elenu Dísar.
Svo eru fleiri myndir af dömunni í albúminu hér til hliðar.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Tinna mín. Ég óska ykkur Elenu Dís innilega til hamingju með litlu prinsessuna, hún er algjör draumur, það verður sko gaman hjá ykkur þrem í vetur. Ég fékk mynd frá Sollu strax morguninn eftir og var alveg gáttuð hvað stelpan var mannaleg. Hún er heppin að vera lík ykkur tveim, þið verðið fallega og fjöruga tríóið. Hjartanskveðja frá Bjarna hafið það gott allar saman elskurnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 00:43
Hún er gullfalleg. Hjartanlega til hamingju
Ragga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:53
Innilega til hamingju. Hún er, eins og búast mátti við, alveg ótrúlega falleg og yndisleg. Rosalega er hún lík ykkur Elenu Dís.
Knús og kram
Bjarndís
Bjarndís (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 13:20
Hún er alveg gordjöss! Innilega til hamingju með hana
Eva Rós (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 13:55
Svo sæt!!!!
ég á ekki orð... :D
Vala (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:05
Hæ Innilega til hamingju öll sömul....algjör gullmoli......Og þið eruð rosa flottar saman kv Jóna & co
Jóna Lára (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:10
Ohh hún er algjört æði :) Hjartanlega til hamingju með hana eina ferðina enn :) Jáhá hún hefur sko sannarlega augun ykkar Elenu Dísar ... algjört bjútí :)
Knús frá okkur á Völlunum og það er víst komin laumufarþegi þar sem á að birtast í heiminn í febrúar á næsta ári
mikil hamingja hér á bæ 
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:56
sætt stelpa. enda varla von á öðru. Sættust í geimi.
Sigurgrímur (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:00
ó mæ hún er æðisleg - innilega til hamingju með litlu skvísuna. Hafið það sem allra best :)
Tinna & co. (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:13
Já hann leynir sér ekki sauðasvipurinn á okkur mæðgum
Tinna, 18.8.2008 kl. 21:33
Og já Hjördís mín ég frétti það,, til hamingju - það vantar leikfélaga í saumaklúbbinn fyrir skvísuna mína hún er ein á móti öllu þessu strákaflóði.
Sjáumst vonandi í næstu viku.
Tinna, 18.8.2008 kl. 21:37
Til hamingju með litlu prinsessuna :)
Kv. Bubba
Bubba (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:49
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna, hún er alveg ofsalega falleg lík mömmu og stóru systur sinni. Hlökkum til að sjá hana.
Sandra Lóa og strákarnir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:58
Alvöru dömur láta sko bíða eftir sér! ;) Hún er voða falleg og þessi ákveðni svipur lofar góðu! Knús og kram og til hamingju!
Svala og Flóki (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:43
Hæ sætu mæðgur!!!
Til hamingju með nýja spice girls meðliminn, hún er æðisleg!!
Hlökkum til að koma og sjá hana Live. ;)
Kveðja úr Bláfjöllum
Bryndís, Urður Ýr og Heiðrún Una (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:15
vá, innilega til hamingju með litlu skvísuna, sú er falleg
Kær kveðja til ykkar mæðgna,
Ragga frænka og fjölskylda
Ragga og co (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.