28.8.2008 | 22:41
Stelpurnar mínar
Nú er lífið aftur komið í rútínu, skólinn byrjaður hjá mér og hjá Elenu Dís. Hún er komin í 2. bekk í Háaleitisskóla og byrjaði skólaárið heldur betur með stæl, litli proffinn minn kláraði lestrabókina fyrir veturinn á fyrsta skóla degi - ekki nema 117 blaðsíðna sögubók eftir Andrés Indriðason, sko mína.
Okkur líst ljómandi vel á skólann, 2. og 3. bekk er blandað saman og kennt er í 2 hópum. Sama dag og skólinn byrjaði var hringt frá fimleikunum og spurt hvort það mætti ekki færa hana upp um hóp og setja hana í einhverskonar "afrekshóp" þar sem hún fær að gera meira og fær meira aðhald en í gamla hópnum - frábært fyrir fimleikadrottninguna mína - yfirþjálfarinn hefur spottað metnaðinn hjá henni og ætlar að þjálfa hana sjálf við ætlum að láta á þetta reyna annars færum við hana aftur í gamlahópinn ef okkur líst ekki á þetta.
Litla prinsessan er líka að gera góða hluti, hún er rosa sterk og lyftir sér upp á maganum, brosir breitt og er ofboðslega mannaleg og góð. Hún er orðin algjör bolla og verður skírð á sunnudagskvöldið nk.
Hér er svo myndband sem ég tók af henni í gær, Ehemm... myndatökumaðurinn var ekki að horfa í gegnum myndavélina því hún var of upptekin við að halda augnkontakti og vera skemmtileg við myndefnið.
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh... hvað hún er yndisleg sú litla og Systurnar sætar saman. Elena er greinilega góð stórasystir. Hlakka til að hitta ykkur á sunnudaginnn.
Kv,
Ingibjörg föðursystir (lillunnar)
Ingibjörg J (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 10:31
Já hún er lífleg þessi. spriklar og sprikla líkt og hún gerði í móðurkvið.
Sigurgrímur (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:42
Hæ sætustu :) æðislegar myndirnar ... hlakka til að heyra nafnið á fallegu fegurðardísinni :)
knús frá Völlunum C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:03
Yndisleg er hún litla dúllan, veit ekki afhverju mér dettur Solla mín í hug. Þú ert heppin með gullmolana þína Kær kveðja á ykkur allar


Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:50
Þær eru ekkert smá sætar prinsessurnar þínar og til hamingju með nafnið, mjög fallegt. Bestu kveðjur úr Firðinum.
Sandra Lóa og strákarnir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:59
Til hamingju með fallega nafnið á prinsessunni - eitthvað sem ég hefði getað hugað mér að skíra í framtíðinni ... ( ef ég kem með fleiri :) )
Tinna & co. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:09
váts. hún er ekkert smá spræk. alger prinsessa
knús til ykkar allra.
Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:15
Tinna!! við getum átt alnöfnur
jeijj haha.
Tinna, 3.9.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.