2.9.2008 | 16:28
María Ísól
Þá er komið nafn á dömuna, hún heitir María Ísól Tinnudóttir.
Hún var skírð sl. sunnudag og gekk bara vel - það komu um 20 gestir og var mjög gaman. Skvísan hélt einsöng út alla athöfnina og aðeins betur en það, og það líka á háa C-inu. Ég er enn á einhverjum lyfjum sem eru ekki að fara vel í magann á henni og svo voru mikið af gestum og mikil matarlykt allt í bland svo að mín var ekkert of hress allan tímann. En svo þegar veislan var búin róaðist hún og er nánast búin að sofa síðan.
Ég er algjör dóni og steingleymdi að opna skírnargjafirnar til barnsins og þakka fyrir ( ég kenni brjóstaþoku alfarið um) og geri það hér með: TAKK FYRIR DÓTTURINA !!
Fólk er forvitið um nafnið sem er eðlilegt - en hún heitir ekki í höfuðið á neinum sérstökum - nema þeim auðvitað sem taka það til sín. Ísólar nafnið er held ég upprunalega komið frá sögunni um Fertram og Ísól björtu annars er þetta sama nafn og Ísold. (Tristan og Ísold - Trístan og Ísól)
Hér er svo ein af okkur systkynum í lokin. Ég er þessi hressa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 3.9.2008 kl. 00:41 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ frænkur,, innilega til hamingju með nafnið á dömunni, það er mjög fallegt og passar vel við hana
við mæðgur vorum að spá hvort þið séuð eitthvað heima á föstudaginn og þá hvort við meigum kíkja aðeins á ykkur
Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:14
Innilega til hamingju með nafnið á litlu dömunni þinni, mjög fallegt nafn og ég er ánægð með sólina í því. Knús
yndisleg mynd af ykkur systkynum, minnir mig á Sollu og Óskar.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:52
You look great in the top picture. Maria is a pretty name. Glad its going well.
Vibes.
Char (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:01
Til hamingju
Díta (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:23
Jiiiiiiiiii!!! Til hamingju með nafnið! Þegar ég var yngri átti ég vinkonu sem heitir Ísól - mjög fallegt nafn að sjálfsögðu og ÉG ætla sko að taka það til mín.
Er á leiðinn til ykkar fljótlega til að skoð nöfnuna mína aftur og að sjálfsögðu litlu leikkonuna
María Líndal - móður- og ömmusystir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:12
Gaman að sjá myndirnar, ég þarf að hoppa yfir fljótlega, takk fyrir okkur á sunnudag, góð súpa og æðisleg kaka ;o)
Inga föðursystir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.