Top Model hvað!!

IMG 1430
 

 
Elena Dís er búin að vera að leika í jóla sjónvarps-auglýsingaherferð fyrir breska verslunarkeðju sem heitir Little Woods í vikunni.

 

 

Þetta er svona svipað og Hagkaup á Íslandi eða Sears í Bandaríkjunum. Þetta verður svo líklega sýnt í Evrópu fyrir jólin - en ekki á Ísland.

Sem er bara ágætt - þá fær hún ekki of mikla athygli í skólanum og svona, sem er kannski ekki voða gott þegar maður er 6 ára. 

Ég fæ vonandi copy af auglýsingunni þegar hún kemur út - svo ég geti montað mig meira. Cool

 

DSC00092

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er búin að standa sig eins og hetja stelpan og þvílík upplifun fyrir litlu prímadonnuna mína, hún fór í hár og make-up, fékk húsbíl til að hanga í, umgekkst 12 rússnesk súpermódel og hún spurði 5 sinnum hvort þær væru að taka þátt í uppáhalds þættinum sínum "Americas Next Top Model", hihi dúllan mín.

 

með rússnensku skvísunum

 

Leikstjórinn og aðstoðarleikstjórinn voru ekkert smá ánægðir með hana og hrósuðu henni bak og fyrir, þau héldu að grey barninu hefði verið þrælað út í mörg ár í leikhúsi eða kvikmynda leik af mömmu sinni, því áhuginn og innlifunin var svo mikil hjá henni. Hún passaði td. að fötin væru alltaf slétt og fín og sæjust rétt. Og brosti allan tímann. - Óumbeðin. 

Setningar eins og "OMG! She's such a professional" heyrðust reglulega og svo smá fliss frá crowdinu á eftir.Tounge hehehe.

 

í make-up

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tökurnar tóku einn og hálfan dag uppi á hálendi eða á Hrauneyjum sem er á leið upp á Landmannalaugar. Mikið er gott að komast svona upp á hálendið og lengja sumarið aðeins, veðrið var yndislegt (þó svolítið kalt á köflum) og maður fylltist upp af orku að vera þarna við Heklu rætur.

Líka gaman að hitta kunnugleg andlit undir nýjum kringumstæðum. Joyful

  í tralerinu sínu

 

 

 IMG 1460

 

 

 

 

uppstilling

 

 

 

 

 

Elena Dísin mín leikur AÐAL-hlutverkið í auglýsingunni og var ekki lengi að tileinka sér lífstílinn - þetta þótti henni gaman - það voru svona 50-60 mans að snúast allt þarna í kring um hana á tímabili. Hún fór ma. að skipta sér af ljósunum - og bað um að eitt ljósið yrði dempað því það skini alltaf í augun á henni. Fattaði ekki að það átti að skína á hana, hehehe. 

Við María Ísól fórum bara með og létum fara vel um okkur. Sú stutta kunni bara vel við sig þarna í fjallaloftinu DSC00091og svaf ALLAN tímann í sínum fjalla-vagni báða dagana. Enda ekki skrítið - barnið er búið að lengjast um heila 7 cm á 3 vikum og þyngjast heilan helling. Hún er orðin algjör rjómabolla. InLove

 

monitor

 

 

 

 

 IMG 1441

 

 

 

 

 

 

bið í kuldanumIMG 1464

DSC00078

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   DSC00082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin fengu þeir krakkar sem eftir voru að eiga dótið sem þau eru með í auglýsingunni, Elena Dís datt í lukkupottinn og  fékk þessa líka fínu dúkku og varð himinlifandi og brosti út að eyrum alla leiðina heim.

 

 

HeartHeartHeart Það verður gaman að sjá hver útkoman verður í nóv - des. HeartHeartHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hefur þetta greinilega í sér, algjör stjarna frá náttúrunnar hendi eða eins og Kaninn segir "a real natural talent" :)

Kv. Bjarndís

Bjarndís (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:02

2 identicon

Gjörsamlega GJÖRDJÖSSSSSS :) æðislega hefur þetta verið gaman !!!

 Knús til ykkar ... takk fyrir síðast :) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:14

3 identicon

Vá þvílik pæja sem hún Elena Dís er. Hlakka til að sjá auglýsinguna. Hún verður örugglega svaka flott.

Þú ert ekkert smá rík að eiga svona flottar dömur. María Ísól ekkert smá dugleg að stækka. Hvað ertu að láta ofaní þig þessa dagana?

Kveðja úr Bláfjöllum

Bryndís Rut (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:10

4 identicon

Ji en flott stelpa, stelpur.

Ragga (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband