Hún Elena Dís

 Elena sæta

Hún Elena mín er að ganga í gegn um ótrúlega erfiðan tíma núna. Það eru miklar breytingar í gangi og mikið álag.

Pabbi hennar flutti til Kína fyrir ekki svo löngu og hún saknar hans sárt, gleði brosið sem kemur yfir andlitið á henni í hvert skipti sem hann sendi henni sms eða þegar hún talar við hann á msn er óborganlegt. Myndir af kallinum eru út um allt inni hjá henni í herberginu hennar, herberginu sem er einnig að breytast úr þessu fína "litlu stelpu" herbergi yfir í STELPU herbergi- við vitum öll hvernig þau geta litið út.... ehemm.... Alien Herberginu sem núna stendur á stórum og litríkum stöfum BANKIÐ!!!

Það eru miklar kröfur gerðar til hennar í skólanum, því hún er klár stelpa, fljót að læra og komin mikið lengra en hinir krakkarnir í flestu námsefni (samt er 2. og 3. bekk blandað saman og hún í 2.), hún gerir líka miklar kröfur til sín sjálf og á meðan hinir krakkarnir setja sér fyrir eina blaðsíðu - setur hún tvær.Heart Já metnaðurinn er mjög mikill og aldrei kvartar hún yfir þreytu eða að eitthvað sé of erfitt.
Hún er í bekk með 14  strákum og 7 stelpum - nýjum stelpum, og er málamiðlari þar um að hleypa nýju stelpunum inn í  gamla stelpuhópinn - sem hinar stelpurnar eru nú ekki alltaf par sáttar við. En það er að takast hjá henni, sko mína.

 

 

Á leið á diskó

 

 hér er hún á leið á diskó í skólanum í gær 

 

Og svo eru það íþrótta æfingarnar - úff Smile hún æfir fimleika 3 svar í viku og ballett einu sinni í viku. Íþróttirnar eru það sem gefur henni kraftinn er ég viss um, því þegar ég fylgist með henni á fimleika æfingum þá er hún ekkert að hvíla sig í röðinni og bíða eftir að röðin komi að henni, heldur hoppar hún stanslaust á meðan hún er að bíða. Ballett í hennar augum er písofkeik og mér sýnist hún nota hann til að slaka á og leika sér pínu. í baði sept08

Svo er það stóru-systur pakkinn. Hún stendur sig eins og hetja stelpan.InLove Hún er þvílíkt góð og tillitsöm við litlu systur sína.Heart Ég er enn að búast við smá "abbó stælum" en þeir virðast ekki finnast, hún var bara fegin að losna við þessa bumbu svo að hún geti troðið sér almennilega í fangið á mömmu sinni InLove Og gjörsamlega dýrkar litlu Maríu Ísól og vill allt fyrir hana gera.Heart

Síðastliðna daga hef ég ekki getað sinnt henni eins og ég hefði viljað gera því ég er búin að vera með háan hita og vægast sagt orkulaus, og þá fær maður nagandi samvisku bit yfir að vera ekki 100% fyrir hana Errm. Og þá á svona tímum tekur litla gullið sig til og gengur rakleitt inn í eldhús og byrjar að taka úr uppþvottavélinni. HeartHaloHeart

Þrátt fyrir allt þetta, er hún alltaf ánægð og brosandi. Hún er ótrúlega vinsæl og það eru alltaf krakkar skammt undan sem bíða eftir henni þegar hún kemur heim af æfingu/úr skólanum.

Já ég veit ekki hvað maður hefur gert til að verðskulda svona yndislega stelpu. Heart

 

Hér er síðan upptaka af henni síðan í fyrra vetur/vor.... 

 

 

Við erum ekki með útvarp í bílnum því einhver snillingur stal loftnetinu okkar, svo að það er mikið sungið þar, sem betur fer annars hefði ég farið á mis við ótal góðar stundirTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

leiðinlegt að heyra að þú hafir verið veik ..en hún er svo einstaklega vel heppnuð hún Elena Dís. Berki Elí finnst hún líka syngja einstkalega vel..snar hætti kvartinu þegar ég horfði á myndbandið :)

Tintin (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:40

2 identicon

Hún er hetja þessi litla/stóra stelpa! Leiðinlegt að heyra að þú hafir verið lasin, vonandi gengið yfir samt :o)

Inga Gímsasystir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Tinna

Já ég er nú búin að vera með hita síðan að hún fæddist litla skottan, en hann hækkaði bara svo mikið í byrjun vikunnar fór yfir 39 á mán og þri, en það hefur minkað núna.  Líkaminn bara eitthvað að mótmæla þessa dagana.

Annars getur maður nokkuð kvartað, þær eru báðar svo góðar

Tinna, 19.9.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband