25.9.2008 | 08:27
Það sem brúar bilið
Tæknin er stórmerkileg, og undurskemmtileg.
Á mínu heimili talar dóttir mín við pabba sinn í gegn um vefmyndavél reglulega og segir honum frá deginum, spilar á blokkflautu og les skólaverkefnin fyrir hann. Þvílíkur munur að geta haft samskipti yfir hnöttinn á þennan hátt, eins og miðað við td. þegar ég var í Brasilíu á sínum tíma - þá voru bara bréfdúfur - eða bara bréf. (Mér var þá bent á kallinn í bænum sem var með internet tenginu heima hjá sér og hvött til að fara í heimsókn til hans -sem ég gerði nú ekki). En hún gat ma. sýnt pabba sínum fyrstu lausu tönnina og lesið upp fyrstu söguna sem hún skrifaði í gengum vefmyndavélina og hann horft á og fylgst stoltur með. Annars er msn-ið hið mesta sport og fátt eins skemmtilegt eins og að senda kalla á milli.
Ballett kennarinn hennar Elenu Dísar pikkaði í mig efir æfingu sl. mánudag og hrósaði henni í bak og fyrir og sagði að hún bara yrði að halda áfram og helst að skrá hana í Íslenska listdansskólann því hún væri dansari af náttúrunnar hendi hún hefði lítið að gera í svona létta tíma...... úff ég held ég láti hana nú bara halda áfram í því sem hún er í bili, sjáum svo til í framtíðinni.
Hún María Ísól er algjört undrabarn og einbeitir sér mikið þessa dagana á að geta ráðið við hendurnar á sér, hehehe - gengur ekki alltaf, en hún er ótrúlega nálægt því og getur loks snúið hringlu sem er föst á ömmustólinn hennar eftir miklar æfingar. Ég á nú video af því en er að hugsa um að hlífa fólki við of mörgum myndbandsupptökum í þetta skipti.
En aftur á móti ætla ég að halda þessari upptöku áráttu minni áfram, hér er allt tekið upp á video hahaha.
Gott að vera með læsta síðu, því þá getur maður sett inn öðruvísi myndir en ella. Hér eru þær systur enn eina ferðina í baði. Það er EKKERT eins skemmtilegt og að vera í baði. Það er eins og að litla dúkkan sé upptrekt því hamagangurinn og buslið er svo mikið, svo verður hún alveg rosa reið þegar hún er tekin upp úr. Það vantar sko ekki skap í mína, annars er hún alltaf brosandi og voða róleg og góð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við þarna upprennandi sunddrottningu. Gæti bara verið.
Sigurgrímur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:28
VÁ hvað þetta eru sætar systur!
Ásgeir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 06:41
Sjæsinn hvað hún er að þroskast og verða flott!! Yndislegar systur!
Mér fannst kommentið hennar Elenu í lokin líka dásemd ;o)
Inga föðursystir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.