29.9.2008 | 02:04
Soféti sem frúkar
er skilgreining bróður míns á nýja barninu mínu.....
Hann Örvar bróðir er held ég allt of mikið einn og of lengi í einu, hann er farin að tala sitt eigið tungumál og gefur út Orðabók Örvars fyrir jólin næstu, eða ætti amk að gera það - hann gæti stór grætt.
Soféti = sá sem gerir ekkert nema að sofa og éta
frúka = að freta og kúka í einu....... smart
Þess má geta að hún tekur líka loftköst.
Kallinn var ss að koma heim úr 77 daga útlegð úti á sjó, og er í bænum þessa dagana með fjölskylduna sína - vantar bara Svein og Gunnar.
Það er rosa spenningur í hvert skipti sem að Arndís Erla og Elías Bessi koma í bæinn, því þau eru nú uppáhalds frændsystkinin.
Gaman að segja frá því að það er eitt og hálft ár á milli þeirra allra og þau eru öll jafn þung, 20 kíló. Fyrir utan Sofétann auðvitað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sofétinn ! nokkuð skondið hjá bróa þínum. Falleg börnin.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:06
Guð hvað þið eruð öll gullfalleg!!
Fylgist alltaf reglulega með ykkur mæðgum hér þó ég standi mig ekki nógu vel í kvittinu.
hafið það gott í keflavíkinni
knús, Eva Mjöll
Eva Mjöll (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.