Stelpur: stórar, litlar, duglegar og skrítnar

 haust í Bakkaseli

Mikið að gera þessa helgina. Elena Dís fór upp í sveit með ömmu sinni og afa að smala kindum, fara á hestbak og svona. Hún er að sögn ömmu sinnar alveg afbragðs smali.

Lítill sveppur

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagurinn var ansi skemmtilegur því við stelpurnar í Weird Girls fengum það frábæra verkefni að taka upp myndband við eitt af nýju lögunum hennar Emiliönu Torrini undir leikstjórn Ali Taylor. Það voru teknar heill hellingur af myndum, ég set þær inn seinna og myndbandið líka þegar það kemur út. María Ísól kom bara með og ég plataði Agnesi og Birgittu frænkur mínar til að koma með sem barnapíur því þetta var tekið upp í Hveragerði og tók allan daginn. Veðrið var yndislegt og stemmingin æðisleg, þetta verður voða ævintýralegt og skemmtilegt myndband, en samt í anda Weird Girls. Svo er tónlistinn hennar Emiliönu líka svo krúttleg og skemmtileg.

 

Ali Taylor framleiddi einmitt Suny Road myndbandið.knús
 
 

 

Bumbuð

Annað í fréttum: Ingibjörg frænka var að eignast lítinn dreng á föstudaginn okkur hlakkar mikið til að fara að sjá hann.

 knús

 

María Ísól er strax farin að sýna sterkan karakter, hún er voða mikið knúsudýr og skelli hlær þegar að er verið að knúsa hana og svo reynir hún sjálf að knúsa á móti með miklum slefslettum. 

 knús

 

Hún er orðin 7 vikna núna og rosa mikill krafturí henni hún lyftir sér orðið vel upp frá gólfinu og unir sér vel á teppi inni í stofu að skoða sig um.

 

7vikna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Ósk Óskarsdóttir

gússímússímú

Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 6.10.2008 kl. 11:52

2 identicon

hún er greinilega sami kúrarinn og sperrirófan eins og frænka sín ;) eða kúrsperrir eins Örvar myndi kannski segja...?

Hlakka mikið til að fá að hitta hana Maríu Ísól, vonandi hittumst við eitthvað a.m.k. einu sinni fyrir jól :)

Eva Rós (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband