10.10.2008 | 14:30
Þreytan
Þegar að þreytan sækir á mann þá stoppar lífið ekkert. Ég komst aftur á móti að því að það er samt sem áður ýmislegt hægt að gera í svefni.
Þessa dagana er ég í átaki með nágrannakonunni að fara út að labba á morgnana - við uppgötvuðum það að við erum báðar heima alla daga að "gera ekki neitt" og nennum ekki einar út að labba, svo að núna rífum við okkur upp og förum út að ganga í hvaða veðri sem er. Og þá missi ég morgun svefnrútínuna sem ég er búin að koma mér í og er hund þreytt.
Eins og um daginn ákvað ég að setjast með Maríu Ísól og gefa henni fyrir framan sjónvarpið og horfa á fréttirnar á meðan kvöldmaturinn mallaðist, Elena Dís var að læra og ég að fylgjast með hvað hún var að gera........ stuttu seinna vakna ég.
Já ég STEINSOFNAÐI. Og þegar ég vaknaði var María Ísól sofandi líka, fréttirnar búnar, maturinn tilbúin, Elena Dís búin að læra, og ég búin að fara yfir heimalærdóminn og hrósa henni fyrir falleg og góð vinnubrögð. Og ég man ekki eftir neinu.
Þetta kalla ég að múlítaska: Fréttir, matur, svæfa, gefa, heimalærdómur og elda........ allt í svefni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 11.10.2008 kl. 00:46 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spurning hvort er betra, að muna ekki eftir að hafa gert hlutina eða muna eftir því að hafa ekki gert þá.
Sigurgrímur Jónsson, 10.10.2008 kl. 20:08
Þetta eru hlutir sem maður vill vera allsgáður við og muna.... er það ekki.
Aumingja Elena Dís þegar hún var beðin um að halda áfram að læra þegar hún var búin að sýna mér hvað hún var dugleg. En hún gerði nú mikið grín af mér í staðin.
Tinna, 11.10.2008 kl. 00:13
minnir mig á myndina "click"
sindri (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.