14.10.2008 | 15:54
Í fréttum
Elena Dís fékk það verkefni að hún átti að skrifa pabba sínum póstkort til Kína í síðustu viku, hún var nú ekkert voða hress með það og skildi ekki alveg tilganginn með því, hún var nýbúin að tala við hann á msn og sá ekki hvað það var sem hún hafði ekki getað sagt við hann í myndavélina.. en hvað um það mamma hennar er frekari og LÉT hana skrifa póstkort.
Svo hún fór með hangandi haus inn í herbergi og sest við skrifborðið sitt og kallar fram "og hvað á ég svo sem að skrifa" mamman kallar til baka "bara einhverjar fréttir"
Risa bros kom fram og greinilegt að hún var komin með hugmynd..... stuttu seinna kemur kortið. Skælbrosandi les hún upphátt fyrir mig þetta fína póstkort sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
"Í fréttunum var sagt að það
væri búið að eyða öllum Íslensku
peningunum í útlöndum.OG FORSÆTISRÁÐHERRANN SAGÐI ÞÆR"
Þess má geta að 2 dögum áður hafði hún verið að horfa á Geir H Haarde halda blaðamannafund í sjónvarpinu. Þótt maður sé enn bara 6 ára þá fylgist maður með fréttum og veit ótrúlega mikið um stjórnmálamenn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.