24.10.2008 | 02:40
Diskókúlu fyrir gömlu konuna
Stundum finnst mér ég vera að tala við tvítuga manneskju þegar maður talar við hana Elenu Dís. Við vorum að ræða um Kína í gær þegar þetta samtal kom upp:
Elena Dís: Mamma ég skal setja þig á elliheimili þegar þú ert orðin gömul.
Ég: Frábært þá verður sko partí hjá mér alla daga, bara playstation og pizzur í öll mál.
Elena Dís: Hey! ég kaupi þá fyrir þig diskókúlu, DÍLL. ( Hi five)
Í vikunni kom þetta líka upp:
Ég: Maður á ekkert að vera að kyssa fólk mikið á munninn, það eru svo mikið að bakteríum á munninum..
Elena Dís (gjörsamlega gapandi): OG ERTU AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ NÚNA!!!!
Ég: tja neiii, ég hef nú...
Elena Dís: Þú hefðir tildæmis geta sagt mér þetta fyrir svona FIMM ÁRUM!
María Ísól var í skoðun í morgun og er orðin þetta fína krútt eins og sést á þessum myndum , það er hægt að knúsa hana almennilega í hálsinn og bumbuna, enda er hún líka orðin 5,4 kíló.
Þær eru svo yfir sig hrifnar af hvorri annarri systurnar að það er yndislegt að fylgjast með þeim. Elena dröslast með hana eins og lítil vinnukona, skiptir um bleyjur af þvílíkri snilld að það er eins og hún hafi ekki gert annað. Og það er eins gott að litla skottið sé með eyru því annars myndi hún brosa allan hringinn þegar hún sér stóru systur sína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara mestu krúttin í bænum :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:57
Vá hvað þetta eru sætar stelpur!
Ásgeir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 03:31
Já Ásgeir minn, við höfum góð gen.
Tinna, 26.10.2008 kl. 15:04
Æðislega flottar stelpur :)
Sigrún Vatnsdal (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.