27.10.2008 | 00:20
Hafmeyjur og skjaldbökur
Ef þið flettið upp á bls. 53 í Sunnudags Mogganum sjáið þið grein um Weird Girls verkefnið okkar síðasta. Þar má finna þessa líka fínu mynd af mér allri blárri í hafmeyjubúning svamlandi um í Sundlauginni í Laugaskarði. Nú bíðum við spenntar eftir því að sjá hvernig myndbandið heppnast. Þangað til getið þið skoðað myndirnar frá einum ljósmyndaranna sem var á staðnum Herði Ellerti Ólafssyni ótrúlega flottar myndir sem náðust þennan dag enda var veðrið yndislegt.
Hafmeyjur eru ekki það eina sem syndir um í mínu lífi þessa dagana því núna er baðkarið mitt undirlagt af tveimur risastórum skjaldbökum þeim Brynju og Ninju. Ég get nú ekki sagt að þær séu eins hamingjusamar og dansandi hafmeyjur en það er gaman af þeim.
Baðkör eru fínn staður fyrir bæði hafmeyjur og skjaldbökur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:35 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.