29.10.2008 | 09:04
Nú nálgast helgin.......
Og Hrekkjavakan fer að hefjast.
Elena Dís á einmitt afmæli núna um helgina og er búin að bjóða hvorki meira né minna er þrjátíu sjö ára stelpum í hrekkjavökuafmæli. Við erum búnara að byrgja okkur upp af kóngulóm og blóði til að gera þetta allt sem ógeðslegast. Það virðist vera að myndast hefð hérna í Litlu Ameríku með hrekkjavökunni, miðar voru sendir í hús og fólk beðið um að byrgja sig upp af nammi til að eiga fyrir krakkana þegar þau koma að biðja um "trick or treat"
Þær eru að springa úr spenningi stelpurnar og tóku smá forskot á partíið. Þegar eldhús kústinum mínum var stolið í enn eitt skiptið var ákveðið að fjárfest yrði í Nimbus 2008 Nornakústi til að fljúga á hér heima,,,,, þeir fást í Rekstrarvörum ef einhvern skildi vanta.
Þetta er ekki það eina sem er að gerast um helgina því Elena Dís er að fara að keppa á sínu fyrsta móti í fimleikum...... Möggumótinu. Í fyrra tók hún þátt í sýningu en núna hefst alvaran og hópurinn hennar er sá eini í hennar flokk sem fær að keppa. Þetta verður góð byrjun á skemmtilegum degi.Og stelpurnar búnar að æfa stíft alla vikuna.
Það virðist líka vera árlegur viðburður að Elena nái að slasa sig rétt fyrir afmælið sitt: glóðuraugu, nefbrot og aðrar merkilegar skrámur koma oft í ljós rétt fyrir daginn stóra og árið í ár ætlar ekki að sleppa. Hérna rétt eins og annarstaðar á Íslandi er allt á kafi í snjó, Elena Dís fór út að renna sér á sleðanum sínum um síðustu helgi en það fór ekki betur en að hún renndi sér niður stóru brekkuna á andlitinu og er vel krambúlöruð í framan. En "Fall er farar heill" og teljum við þetta vera merki um gott ár.
María Ísól er ótrúlega dugleg, hún er farin að geta velt sér yfir á hliðina strax og er ekki langt frá því að komast yfir á magann. Ég var að reyna að taka video af henni í gær þar sem hún hló og spjallaði en auðvitað náðist það ekki eins og þegar myndavélin er komin á staðinn. En ég náði einhverju...
Skjaldbökurnar eru enn í baðkarinu og Sindri bróðir er komin til okkar og ætlar að vera í einhvern tíma. Ég ætla misnota aðstöðuna og fá hann til að leika skrímsli eða eitthvað sambærilegt hér á laugardaginn. Hahaa , það verður gaman að sjá hann höndla 31 stk. 7 ára nornir og vampírur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður brosir alltaf hringinn þegar ég skoða videoin af Maríu Ísól :) Algjör gullmoli !!!
Tjútjútjú fyrir fimleikleikadrottninguna um helgina :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:19
Léttir manni daginn að hlægja með henni. Þúsund kossar.
Sigurgrímur Jónsson, 31.10.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.