Morgunstund gefur gull i mund

 Ég hef nú aldrei talist sem morgun manneskja, og er oftast voðalega þreytt á morgnana - ekki í vondu skapi - langt því frá, en ofsalega lengi afstað og ekki úber hress eins og sumt fólk.

pæja í kringlunniEn morgnarnir eru svo skemmtilegir, Elena Dís vaknar alltaf brosandi og hefur alltaf gert - ég man ekki eftir einum morgni sem hún var ekki í góðu skapi  og brosandi síðan hún var lítil, og nú virðist sem María Ísól sé svona líka, hún brosir allan hringinn þegar hún vaknar á morgnana. Þær tvær saman kl. 7 er bara gaman. InLove Kannski er það hálftíma kúrið sem við tökum milli kl 6:30 og 7:00 sem að kemur okkur afstað inn í daginn, eða söngurinn hennar Elenu, eða kaffið sem ég helli uppá fyrir Sindra og drekk svo allt sjálf W00t, en allavega hef ég ekki verið svona hress fyrir hádegi síðan.......... ehemm aldrei.

Við Elena Dís fórum í bæinn um síðustu helgi að versla fyrir afmælispeningana hennar og hún mátti kaupa það sem hún vild. Skvísuföt og barbie, þarf að segja meira(hún var sko stoppuð í kringlunni af ókunnugri konu því hún var svo flott klædd).Joyful

 

Krafturinn í litlu Ísólinni er ótrúlegur.... svona er hún eftir smá stund á gólfinu... híhí

12 vikna gólfæfingar12 vikna gólfæfingar 12 vikna12 vikna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gaman að lesa bloggið þitt Tinna mín og sjá myndirnar af þessum litlu fallegu frænkum sem ég á.  Það er svo gaman að lesa í gegnum skrifin þín hvað þú ert hamingjusöm, enda hver væri það ekki með þessi fullkomnu börn sem þú átt.  Ég er búin að sýna öllum sem koma til mín videoið þar sem  María Ísól er í hláturskastinu - og svei mér þá hún hefur getað fengið alla til þess að hlæja með sér.

Gangi þér vel elsku frænka og knúsaðu litlu augasteinana frá mér.

Kveðja Svava og Íris Harpa

Svava frænka (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Tinna

Æjj takk!

Maður er ótrúlega heppin að eiga ekki bara eina heldur tvær svona ótrúlega flottar og góðar stelpur.

Tinna, 12.11.2008 kl. 15:13

3 identicon

takk kærlega fyrir lykilorðið... er svo gaman að fá að fylgjast með ykkur :) þvílíkt krútt þessar dömur sem þú átt.

frænkuknús og kossar frá Akureyri

Eva Mjöll

Eva Mjöll (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband