14.11.2008 | 21:27
Hér er alltaf...
mikið að gera, Elena Dís er byrjuð að æfa stíft aftur fyrir næsta mót sem verður þarnæstu helgi í Ármannsheimilinu - Aðventumót Ármanns. Svo er hún líka byrjuð að undirbúa fyrir jólasýninguna sem verður 14. des........ og þema sýningarinnar er ...... Kína. Sú var ánægð - því að hennar mati er hún hálfgerður Kínverji - "Á sko 4 Kínakjóla"
Hún bauðst bara til að koma með dæmi um hvernig Kínverjar eru og einhvernvegin.... þá endaði ég í sjálfboðavinnu við að hjálpa við að undirbúa þetta og ma. að sauma stórann Kína-dreka ....... hvernig sem það er gert.
Um daginn var foreldraviðtal í skólanum, það var auðvitað ekki að spyrja að því, hún er alveg eins og engill, kennararnir dýrka hana og hún knúsar þá alltaf reglulega yfir daginn. Enda er hún mikið knúsudýr. Hún er enn framúrskarandi í náminu, þessa dagana er hún að lesa þá frægu bók Benjamín Dúfa - sem aukalestur með lestrarbókinni (rosa löng bók). Svo þegar bókin er búin þá ætlum við að taka myndina á leigu.
María Ísól er 3 mánaða í dag og fór í sprautu í morgun, hún var nú ekki sátt við þennan kall og risa skeifa kom á litla andlitið þegar hann var búin að reka sprautuna á kaf í lærið á henni. Ég sé hana tútna út, hún er komin með rosa mjúk bollu læri og svona, er líka orðin tæp 5,8 kíló. hehe
Við kíktum á Ingibjörgu frænku í gær og litla kallinn hennar og smelltum nokkrum myndum af honum. Hann er algjört krútt. Enda ekki langt að sækja ... *mont*
Og svo á vefsíðunni www.bb.is er að finna þessa flottu mynd af honum Sveini Andra Örvarssyni á Rósaballinu á Ísafirði. Stoltari svip hef ég ekki séð lengi, enda myndar stúlka með honum þarna ...... yeh ! hehehe.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ju minn góður hvað þetta eru nú falleg börn. Ferlega er ég líka ánægð með frænda að finna þessa flottu píu með sér á ballið!!
knús á ykkur mæðgur, þvert yfir landið :)
Eva Mjöll (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:36
Já hann er flottur frændinn, bara orðin hálf-fullorðin rétt eins og frænka sín var á þessum aldri árið 1993 (já eða pabbinn).
Hahah thumbs-up.
Tinna, 17.11.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.