19.11.2008 | 01:28
Litli snillingur.. hún gat það!
Litla Ísólin velti sér yfir á magann í fyrsta skipti í dag. Það eru ótrúleg tímamót þegar maður er bara 3 mánaða og 4 daga.... (meðal aldur fyrir svona afrek er 5 mánaða) dugleg stelpa sem að ég á hérna. Ingibjörg langamma varð vitni að þessm merka atburði þegar við vorum heima hjá henni að drekka te. Auðvitað náðist þetta svo á myndband þegar við komum heim (eins og allt annað).
Svo var áreynslan svo mikil á magavöðvana að eitt prump slapp hjá henni.... merkilegt hvað pínu ponsu krúttlegir bossar geta verið úldnir.
Í enda myndbandsins má heyra "úff" í mér þegar lyktin gýs upp.
P.s
Það er bannað að gera grín af mér þegar ég tala inn á myndbönd.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:11 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svaka kraftur er í stelpunni. Enda á hún ekki langt að sækja það.
Sigurgrímur Jónsson, 19.11.2008 kl. 20:35
Vááá.. en dugleg!!! guð hvað hún er hrikalega mikið krútt!!
Eva Mjöll (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:16
Já og núna getur hún ekki hætt, hún bara rúllar hvernig sem hún er sett niður.
Tinna, 20.11.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.