14.12.2008 | 03:54
Nú styttist ....
.. í jólin og ekki nóg með það heldur heimkomu feðranna líka.......... það verður ss meira en nóg að gera hjá mér um jólin. Það er svona, annaðhvort allt eða ekkert.
María Ísól er lasin litla skinnið í fyrsta sinn og ég veit ekki hvor er aumari hún með hita, hor og tár eða ég að horfa á hana og vorkenna henni. En hún lætur það svo sem ekkert slá sig út af laginu og skelli hlær og spriklar eins og vanalega. Hún er hörkutól litla skottið og er búin að fatta það að ef hún er í göngugrindinni sinni þá kemst hún þangað sem hún vil og stendur eins og hinir..... og það er ekki leiðinlegt.
Svona lítur María Ísól út lasin.... hehe litla kúttubollan
Jólasveinarnir eru byrjaðir að leggja leið sína hingað á Miðnesheiði og eru vel fóðraðir af smákökum og mjólk af Elenu Dís, þeir eru vægast sagt hrekkjóttir í ár og er ég iðulega vakin upp kl 4-5 á nóttunni til að fá jólasveinafréttir. Mér til mikillar gremju því að litla múslan sofnar ekki fyrr en milli kl 3 og 4 á nóttunni. Geisp!!
En jólasveinar eru víst næturdýr og jólastelpur greinilega líka.
Jámm hér verður allt fullt af jólasveinum þessi jól.........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er hún falaleg og hress litla skottan og æðislegar myndirnar af þeim systrum. Takk fyrir og hafið það sem allra best mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:35
Æ hvað þú átt flottar stelpur. Ekkert smá falleg mynd af þeim.
Hún er greinilega algjör stuðbolti hún María litla. LOL fáránlega smitandi hlátur :D
Bryndís (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:09
Flottar systur! Þú ert góður ljósmyndari Tinna!!!
Leitt að heyra að María litla sé lasin, en mér finnst vel af sér vikið að hafa ekkert orðið lasin fyrr en nú. Gott að hún náði að jafna sig áður en pabbinn kom heim :) Það hafa orðið fagnaðarfundir þar
Sjáumst vonandi fljótlega.
Kveðja, Ingibjörg föðursystir Maríu
Ingibjörg J (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:28
Maríu Ísól ætti að gefa út á video :) Þannig að öllum þeim sem líður illa væri boðið að horfa á þetta fallega barn hehehehe
Knús til ykkar C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.