3.1.2009 | 02:35
Gleðilegt ár gott fólk!
Þá er 2008 loksins lokið og 2009 tekið við. Margt hefur gerst á þessu ári og má vel segja að þetta hafi verið bæði eitt það erfiðasta og ánægjulegasta ár sem ég man eftir. En koma Maríu Ísólar í þennan heim stendur tvímælalaust upp úr enda mikill gleðigjafi hér á ferð. Og held ég að allir geti tekið undir með mér.
Það besta við áramót er að einum kafla í lífinu líkur og annar skemmtilegri og meira spennandi tekur við.
Við erum mikið búin að vera bara 3 heima og hafa það kósí og notalegt hérna ég, Sigurgrímur og María Ísól á meðan Karólína er búin að vera hjá mömmu sinni og Elena Dís hjá pabba sínum í jólafríinu. En þeir dagar sem við erum öll hérna saman eru auðvitað langskemmtilegastir ansi fjörugir og mikið leikið. Örvar bróðir er líka búin að vera í bænum með öll sín börn yfir áramótin og var þetta í fyrstaskiptið í langann tíma sem að öllum hópnum var smalað saman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:10 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Megi gæfa og gleði fylgja ykkur ár nýja árinu.
Bjarndís (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:22
Óska ykkur gleðilegs árs og enn meiri hamingju elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.