7.1.2009 | 11:11
Kveðja
Þá eru að baki eftirminnileg jól. Það hefur mikið gerst á stuttum tíma, stórar ákvarðanir teknar, mikil gleði og mikil sorg. Hann Indriði vinur okkar kvaddi þennan heim á aðfangadag og var svo jarðsungin í gær á síðasta degi jóla eftir stutta baráttu við krabbamein.
Furðulegt hvernig lífið tekur krappar beygjur snögglega og allt í einu er þetta búið. Það er ekki nema ár síðan hann var með munnangur og svo nú er hann bara farin. Fær mann til að hugsa sig tvisvar um og meta lífið betur enn eina ferðina. Mér finnst svo stutt síðan Guðni Már fór en hann tilheyrði einnig sama vinahóp. En svona er víst lífið, maður verður að kveðja þennan heim einhvertímann.....
Skrítið hvernig þetta raðast niður, nú hef ég fylgt fleiri ungum vinum og kunningjum til grafar en öldruðum ættingjum. Kannski er það af því að "gamla" fólkið í minni fjölskyldu er svo ungt að það er engin á leiðinni neitt eða að þetta sé ólukka minnar kynslóðar. Að jarða vini sína og kunningja að meðaltali annaðhvert ár frá 17 ára aldri er ekki eftirsóknarvert. Það þroskar þó sálina og gefur lífinu meira gildi.
Indriði var einn af þessum "gömlu" traustu vinum sem við héngum heima hjá svo tímunum skipti og hlustað á LIVE og Pearl Jam þegar við vorum unglingar. Gamlir vinir eru þeir dýrmætustu sem maður á, því þar liggur svo margt að baki. Ég rak upp sór augu þegar ég kom heim til hans í fyrsta skipti því að húsgögnin og skraut munirnir voru þeir sömu og heima hjá mér, það kom svo í ljós að mamma mín og pabbi hans hefðu verið að fljúga saman og þróað með sér svipaðan smekk á innanstroks munum. Hann tilkynnti mér að Díana prinsessa væri látin og sat við hliðina á mér þegar eyrað af Hollyfield var bitið af. Og við vinkonurnar komum ekkert síður til að spjalla við Lailu mömmu hanns Indriða en strákana. Það er ótrúlegt með þessa vini hvað þeir hafa haldið alltaf vel saman og 94" þegar Berglind vinkona byrjar með Atla sínum fékk hún ekki bara einn kall heldur 3, Begga og Inda líka. Ekki slæmur pakki þar. Þau hafa staðið saman eins og klettar í gegnum súrt og sætt og þurft á stuðningi hvors annars að halda í gegn um tíðina.
Berglind samdi þessi ljóð um hann Inda sem ég ætla að fá að birta hérna, því ekki var hægt að birta þau með minningargreininni í Morgunblaðinu.
Sakna þín:
Þegar lífið frá manni tekur,
góðan vin, er spurt hver er sekur?
svarið, það aldrei kemur,
háð er barátta enn fremur.
Ég mun ávallt sakna þín,
en ánægjan var öll mín.
Að fá að vera vinur þinn,
heiðurinn var allur minn.
Þú kveður:
Það er þögn ekkert heyrist,
nema hjartað berst um í brjósti mér,
tárin falla niður,
þú kveður,
alltof fljótt.
Það er logn og ekkert bærist,
nema hjartað að brotna í brjósti mér,
Tárin hrynja niður,
þú kveður,
alltof alltof fljótt.
þú varst þreyttur og fékkst að sofna.
Góða ferð og góða nótt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg kveðja frá þér....
eins og ég segji; einstakur drengur hefur kvatt okkur...
Berglind M (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:08
Falleg kveðja hjá ykkur, þetta er ósköp sorglegt. Kær kveðja til ykkar elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.