Lífið heldur áfram

Þegar mikið er að gera gleymir maður oft að setjast niður og blogga, en smá update.......

 

TannlausFyrst og fremst...... Elena Dís missti sína fyrstu tönn eftir margra ára bið, þetta var stórmerkileg stund og henni verður seint gleymt. Tönninni var troðið strax undir koddann í von um að fá 100 kall í tannfé frá Tannálfinum (sem kom víst ekki til lífs fyrr er um 1985 og engin hafði frétt áður að slík skeppna væri til). Tannálfurinn eldist greinilega hratt því þegar hann var að koma 100 kallinum fyrir, fann hann ekki tönnina og krakkinn vaknaði, HIMINLIFANDI yfir að hafa fengið bæði peninginn og fengið að halda tönninni AKKÚRAT ÞEGAR MAMMA VAR AÐ KYSSA HANA GÓÐA NÓTT... FootinMouth 

María Ísól er orðin 5 mánaða og farin að sitja og skríða afturábak, veltir sér þangað sem hana langar og hefur ægilegan háfaða. Hún er eins og áður voða dugleg og glaðlynd alltaf. 

Elena Dís er svo komin upp á næsta stig í fimleikunum og farin að gera flikkflakk hjálparlaust..... 2tennur MÍS 5 mán ehemm -  hjálpi mér, ég fæ hjartaáfall!!! W00t

Ég er byrjuð á fullu í skólanum og er að taka mikið meira en upphaflega var ætlunin, svo mig vantar núna nokkra klukkutíma í sólarhringinn, ef einhver á svoleiðis þá væru þeir vel þegnir.... ekkert meira barneignar "frí" hér á þessu heimili.......

Sigurgrímur og Karólína eru farin aftur til Danmerkur og við María Ísól erum á leiðinni út að fara að heimsækja þau. Það verður æðislega gaman að hitta kallinn aftur og fá ærlegt knús frá stóru systur. Á meðan verður Elena Dís heima með Ásgeiri. Það verður bara voða kósí hjá þeim feðginunum hérna heima og þau geta notið þess að vera bara 2 saman áður en hann fer aftur til Kína .  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litla ömmustelpan mín sem er að verða 8 ára í júlí missti sína fyrstu í gær.  Kær kveðja til ykkar mæðgna.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband