23.1.2009 | 19:03
Komnar til DK
Við mæðgur erum loksins komnar til Danmerkur. Ferðin gekk ótrúlega vel og litla krúttið var að njóta sín í botn á leiðinni. Hún bara brosti og hló alla leiðina og fór ekki einu sinni að gráta... algjör draumur í dós. Fluffurnar fengu hana meira að segja lánaða til að fara montferð um vélina. Það þarf ekki að taka það fram hversu ánægð hún var að hitta pabba sinn aftur, þið rétt getið ímyndað ykkur brosið, á báða vegu.
Hér er ískalt miðað við Ísland og ég mæli ekki með að pakka niður með svefngalsa, því einhvernvegin tókst mér að pakka helling og nóg af öllu ma. 4 hlýraboli en enga hlýja peysu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtið ykkur vel í Danmörku
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 19:55
heyy.. dúllurass :-) er þetta ekki litli blómakallinn sem ég gaf henni í jólagjöf sem hún er að leika sér með? újee.
skemmtið ykkur vel í danmörku.
xxx
solla (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:47
Nei þessi blómakall er hann Sigurgrímur minn,,,
hehehe, en jú og í dag fer hún í peysuna til að geta leikið sér og verið smekkleg með allt í stíl.....
Tinna, 25.1.2009 kl. 12:17
Halló skvísur.
Vá hvað litla snúllan er orðin stór og dugleg. Svolítið langt síðan ég kíkti á síðuna ykkur og greinilega aldrei lognmolla hjá ykkur.
Hafið það gott í Denmark!
Kv. Dísa, Halldór Smári og Elísabet Kristín
Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:20
Nei það er víst rétt, hér er sjaldan logn, bara svona nettur trekkur til að minna mann á lífið.
Tinna, 25.1.2009 kl. 17:49
Sjá þig þarna litla sæta :)
Algjör montrass bara farin að sitja :o)
Alltaf svo gaman að sjá video af þér !!!
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.