19.2.2009 | 00:45
Orðin hálfs.....
Þá er hún orðin hálfsárs litla skottan okkar. Hún er þrátt fyrir ungan aldur ótrúlega dugleg.... fyrsta orðið er komið, klassíska orðið "datt" og hún segir "æ, datt" í sí og æ - eða svona þegar henni hentar frekar..
Hún er svona 98% búin að læra að skríða, komin á 4 fattar bara ekki að færa báðar hendurnar, heheh og hleypur um í göngugrindinni sinni og rífur og tætir. Lífið er ótrúlega skemmtilegt hjá henni og hlátursköstin koma yfir nokkrum sinnum á dag.
Við fórum og fylgdumst með fimleikaæfingu hjá Elenu Dís í dag, María Ísól skemmti sér ótrúlega vel að horfa á alla krakkana hlaupa og hoppa allt í kring um hana og það skríkti í henni .....en mikið rosalega er hún orðin góð, hún gerir flykk og svo kraftstökk beint í heljar.... ef þið skiljið hvað ég meina .... Elena er líka komin með titilinn Aðstoðar forstjóri heimilishalds, Assistant mamma. Og nýtur sín best þegar mamman skreppur í sturtu og notar tækifærið og skiptir á kúkableyjum og reynir að svæfa litlu systur... hún er lygilega flott hjá henni útkoman við þessa tilrauna starfsemi sína án afskiptar mömmunnar.
Við erum svo að byrja undirbúa flutning til Danaveldis í vor og leitum lifandi ljósi að húsi í réttri stærð sem rúmar okkur öll (annars er Sigurgrímur að standa sig prýðis vel í þeim efnum). Það er mikilvægt að allir fá sér herbergi eða amk Elena Dís og Karólína (og helst Sigurgrímur líka fyrir sitt "undurfagra" tónlistar og tölvu dót sem ég vill ekki hafa í stofunni minni einhverra hluta vegna). En þau eru falleg húsin í Sonderborg, voða rómantísk og krúttleg og ég er til í þau flest öll.
Við æfum okkur alla daga í dönskunni hérna heima. Elena Dís er komin með kennslubók í dönsku og horfir nú á allar teiknimyndir með dönsku tali ... litla dúllan mín, hún er voða spennt. Ehemm.... Ég er nú ekki sú liprasta í tungumálinu en kom sjálfri mér á óvart um daginn hvað ég skil mikið, miðað við að síðasti dönskutími var fyrir 14 árum (og ég er fullviss um að ég var ekki að fylgjast vel með í þeim tímum). En ég hef ekki miklar áhyggjur af því, tungumál vefjast nú ekki svo mikið fyrir mér, svo er ég að byrja aftur í dönsku núna bráðlega í skólanum. Ég ætti að verða orðin góð um áramót.
En smá upprifjun frá því í fyrra.... kemur mér allaf til að brosa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:37 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohh segi það sama get endalaust brosað af söngnum hjá Elenu Dís :) Til lukku með sex mánaða skvísuna ! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt ... ætli að endi ekki með því að þú fáir krílið hérna á Völlunum í afmælisgjöf ;)
Knús til ykkar C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.