Komin og farin

 

IMG 4892

 

Alltaf gott að fá pabbann í heimsókn. Það minnir mann á hvað það er í raun stutt í að við flytjum... ooooh hvað það verður gaman. Heart Og jú..... vínrauði sófinn fer með ásamt öllum hinum stelpu húsgögnunum - 4 stelpur einn strákur ...... það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar. 

IMG 4823IMG 4829

  

 

 

   

Það eru allir voða spenntir og þá ekki síst Elena Dís og Karólína, ótrúlega gaman að heyra þær tala saman og hlusta á plönin þeirra, því þetta er stórt stökk fyrir 7 ára prinsessur sem að eru vanar að ráða öllu að verða allt í einu einn fimmti af fjölskyldu.

 

IMG 4887IMG 4866
 

 
 
 
 
 
 
 

 

 

Þessir fáu dagar voru vel nýttir, heimsóknir, fjölskylduboð og meira að segja skellt sér á árshátíð í skólanum þar sem við Sigurgrímur unnum bæði í happdrættinu... Flugtíma og Subway..... Jeij.... flug til Danmerkur er víst ekki í boði en ég gæti lært að bjarga hrapandi flugvél ef svo ólíklega kemur til þess. IMG 4856IMG 4858

 

 María Ísól skríður um allt og stendur upp við hvert tækifæri, tönnslurnar orðnar 5 og hún er byrjuð að kúka í koppinn og allt. Heheh ( smart að setja það á netið ) Hún var himinlifandi að hitta pabba sinn og stóru systur og greinilega ekkert búin að gleyma neinu frekar en síðast.

IMG 4781
 
IMG 4853
 
IMG 4850
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
Við Elena Dís fengum okkur fleiri fiska í stóra fiskabúrið um daginn og erum komnar með 7 fiska og sniglana auðvitað. Það er ofsalega notalegt og róandi að hafa svona stórt flott búr inni í miðri stofunni , verst að geta ekki tekið það með út.
IMG 4785

  Fleiri myndir í albúmi til hliðar.


 
 
 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu bíddu eru þið að flytja burt...ég kem alveg af fjöllum, ég verð þá að fara drífa mig í keflavík í heimsókn ;)

Berta (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband