17.3.2009 | 14:12
Komin og farin
Alltaf gott að fá pabbann í heimsókn. Það minnir mann á hvað það er í raun stutt í að við flytjum... ooooh hvað það verður gaman. Og jú..... vínrauði sófinn fer með ásamt öllum hinum stelpu húsgögnunum - 4 stelpur einn strákur ...... það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar.
Þessir fáu dagar voru vel nýttir, heimsóknir, fjölskylduboð og meira að segja skellt sér á árshátíð í skólanum þar sem við Sigurgrímur unnum bæði í happdrættinu... Flugtíma og Subway..... Jeij.... flug til Danmerkur er víst ekki í boði en ég gæti lært að bjarga hrapandi flugvél ef svo ólíklega kemur til þess.
María Ísól skríður um allt og stendur upp við hvert tækifæri, tönnslurnar orðnar 5 og hún er byrjuð að kúka í koppinn og allt. Heheh ( smart að setja það á netið ) Hún var himinlifandi að hitta pabba sinn og stóru systur og greinilega ekkert búin að gleyma neinu frekar en síðast.
Fleiri myndir í albúmi til hliðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bíddu bíddu eru þið að flytja burt...ég kem alveg af fjöllum, ég verð þá að fara drífa mig í keflavík í heimsókn ;)
Berta (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.