6.4.2009 | 23:36
Shake it...
Smá fréttir af okkur hér á Miðnesheiðinni.
María Ísól er orðin 7 1/2 mánaða skriðdreki sem lætur ekkert stoppa sig. Hún er komin með 6 tennur sem komu í ljós á sama tíma og pabbi hennar var hérna heima um daginn. Og ég er ekki frá því að hann hafi klínt á hana einhverjum svip sem fer ekki af. Hún líkist kallinum meira með hverjum deginum sem líður(eða hverri tönninni)........ var ss tannlaus lík mér........ og með tennur lík Sigurgrími........ Eins og ég sé ekki með tennur!
Hún er rosalega dugleg að tala og komin með HELLING af orðum meðal annars: mamma, pabba, afa, dudda, DATT(og allt dettur), bað og síðast en ekki síst WAWA sem þýðir auðvitað Elena.
Hún skríður rosalega hratt og var komin af stað 6 mánaða. Núna stendur hún upp við hvert tækifæri og tók meira að segja syrpu í beinni útsendingu til Danmerkur um daginn fyrir pabbann sinn, þar sem hún kom á sprettinum, stóð upp við sófann, sneri sér við greip í borðið og labbaði meðfram því. Og þá var ekki aftur snúið. Ég er sveitt alla daga á eftir þessum litla ákveðna óvita sem getur allt of mikið miðað við stærð og heldur að hún geti mikið meira. Hún hikar ekki við að sleppa sér, með mismunandi útkomum.
Elena Dís er að standa sig eins og hetja eins og vanalega. Hún brillerar í fimleikunum, hópnum hennar var boðið að fara að æfa með Ármanni í fyrramálið. Svo voru tónleikar hjá tónlistarskólanum um daginn í Íþróttahúsinu í Njarðvík, þar fengu æfingar veturins á blokkflautu vel að njóta sín. Og eyrun á mér fengu loksins hvíld. hehe. En tónlistin er eitthvað sem hún elskar, og við stefnum í að koma skottunni í tónlistarnám á næsta ári , hún er búin að sanna það að æfingin skapar meistarann og er vægast sagt mjög dugleg að æfa sig heima.
Ninjurnar komu í mat um helgina allar nema ein í sínu fínasta pússi og við borðuðum góðan mat og skáluðum. Smá snemmbúin kveðju "matur" partí fyrir hópinn víst Solla mín var á landinu. Nýjasti meðlimurinn hann Matthías Logi mætti líka píínu ponsu lítill, algjört krútt og svaf eins og engill.
Myndavélin svolítið skökk svo að ég er bara hálf inni á myndinni hehe,, en bara myndavélin sko.... ekki myndatökumaðurinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð hvað við erum fallegastar :) Ekkert smá æðisleg mynd af okkur ... þurfum bara að biðja Sollu um að photoshoppa Biddu inn á þá er myndin fullkomin hehehe
María Ísól er náttlega bara flottust !!!
Takk enn og aftur fyrir okkur ... þetta var algjört æði :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.