18.4.2009 | 11:40
Vorið komið
Nú eru páskarnir liðnir og farið að vora. María hefur voða gaman að því að fara út á róló og skoða heiminn.
Elena Dís og Lovísa vinkona hennar eru úti núna að jarða gullfiskinn Nemó. Hann var hakkaður í spað greyið. Við erum svo á leiðinni í Háskólabíó á Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listdansskóla Íslands að sjá Þyrnirós eftir Tsjajkovskíj, við vorum svo sniðugar að gefa ömmu miða og félagsskap í afmælisgjöf.
Við fórum nefnilega um daginn að sjá Pétur og úlfinn með báðum ömmunum og það var voða gaman.
María Ísól er ótrúlega dugleg, hún fór í 8 mánaða skoðun um daginn og hjúkkurnar áttu varla til orð yfir hvað hún er skýr. Hún er komin með svo mörg orð álíka mikið og hún sé eins árs.
Við erum að undirbúa okkur fyrir flutninginn (eða ættum að vera að gera það) ég er svona hægt og rólega að losa skápana.
Næstu helgi er svo mót í fimleikunum hjá Elenu Dís og opin dagur hér á kampus, kynning á náminu aðstaðan og íbúðir til sýnis...... við verðum með heitt á könnunni eftir kl 2.
Óþekktarormurinn sem á að fara að sofa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.