30.4.2009 | 02:45
Fimleikastjarnan
Eins og áður hefur verið sagt, þá eru vorin uppskeruhátíðin eftir strit vetrarins.
Og 2 fimleikamót að baki, Innanfélagsmót Keflavíkur á laugardaginn var og Ponsumótið á þriðjudaginn. Elenu Dís gekk mjög vel á félagsmótinu og landaði svo gullinu á Ponsumótinu og hópurinn hennar fékk þennan líka flotta bikar. Ég held að óhætt sé að segja að þessi æfing hennar á tvíslánni hafi rakað saman ansi mörgum stigum fyrir hópinn hennar á þriðjudaginn

Við missum því miður af næsta móti Mínervumótinu því við verðum komnar til Danmerkur þegar það verður....
En það er ekki allt hægt. Við ætlum að skoða filmeikafélagið í Sönderborg í staðin, Fimleikafélagið Viðar. Hahaha
Hér eru svo nokkrar myndir af fimleikastjörnunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með stóru prinsessuna :) Stóð sig ekkert smá vel !
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:22
Til lukku, stelpan þín er yndisleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:28
Takk fyrir það...... þessu hefur hún lengi stefnt að.
Vona bara að hún geti haldið áfram í Danmörku, mér sýnist ekki vera mikið um fimleika þar, meira um leikfimi einu sinni í viku.
Vantar áhaldafimleikana, eru með fína tromp hópa, en hún hefur ekki áhuga á þeim. Þetta kemur vonandi betur í ljós í vikunni.
Tinna, 2.5.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.