30.4.2009 | 02:45
Fimleikastjarnan
Eins og áður hefur verið sagt, þá eru vorin uppskeruhátíðin eftir strit vetrarins.
Og 2 fimleikamót að baki, Innanfélagsmót Keflavíkur á laugardaginn var og Ponsumótið á þriðjudaginn. Elenu Dís gekk mjög vel á félagsmótinu og landaði svo gullinu á Ponsumótinu og hópurinn hennar fékk þennan líka flotta bikar. Ég held að óhætt sé að segja að þessi æfing hennar á tvíslánni hafi rakað saman ansi mörgum stigum fyrir hópinn hennar á þriðjudaginn þótt hinar hafi ekki verið síðri. Þetta var verðskuldaður sigur... og honum vel hampað.
Við missum því miður af næsta móti Mínervumótinu því við verðum komnar til Danmerkur þegar það verður....
En það er ekki allt hægt. Við ætlum að skoða filmeikafélagið í Sönderborg í staðin, Fimleikafélagið Viðar. Hahaha
Hér eru svo nokkrar myndir af fimleikastjörnunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með stóru prinsessuna :) Stóð sig ekkert smá vel !
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:22
Til lukku, stelpan þín er yndisleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:28
Takk fyrir það...... þessu hefur hún lengi stefnt að.
Vona bara að hún geti haldið áfram í Danmörku, mér sýnist ekki vera mikið um fimleika þar, meira um leikfimi einu sinni í viku.
Vantar áhaldafimleikana, eru með fína tromp hópa, en hún hefur ekki áhuga á þeim. Þetta kemur vonandi betur í ljós í vikunni.
Tinna, 2.5.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.