11.5.2009 | 07:54
Sól sól sól
Þá erum við mæðgur allar komnar í sólina. Það er búið að vera rosalega gott veður síðan við komum, Elena Dís og Karólína hafa varla sést inni. Þær fundu sér "leyni stað" sem er víst draumi líkastur - líðið rjóður með risastóru klifurtré og litlum trjádrumbum sem þær hverfa inn í heim ævintýranna. Við skelltum okkur niður á strönd í gær og fundum falin rosa fínann yfirgefin íþrótta leikvang þar sem við lágum og sleiktum sólina.
Annars lentum við í þessu fína ævintýri líka þegar til landsins kom. Ferðin gekk ótrúlega vel, stelpurnar eins og draumur nema hvað að við náðum ekki lestinni til Sönderborgar...... Svo ég var föst í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöldi kl að ganga 11 með 2 dauðþreytta krakka og farangur á við heilt sígaunaþorp. En við gerðum bara gott úr þessu og skelltum okkur á næsta hótel og fórum í prinsessu leik.
Elena Dís gjörsamlega missti sig þegar við gengum inn í herbergið, því fallegri stað hefur hún ekki komið inn á "hárþurrka í skúffuni, strauborð í skápnum, stærsta rúm í heimi og meira að segja klósettpappírinn var með uppábroti" Eftir langan dag skelltu stelpurnar sér að prinsessu stíl í freyði bað á hótelherberginu fína og bað-hettan auðvitað notuð og þessir fínu bað-inniskór líka.
Bessi afi gaf Elenu Dís pening áður en við lögðum afstað og honum var eytt í Build a Bear búðinni í Kaupmannahöfn, og fjárfest í bleika bangsanum Eygló. Þetta er skemmtileg búð, krakkarnir fá að búa til sinn eigin bangsa, fylla hann, setja í hann hjarta óskir knús og margt fleira, enda svo á að finna á hann föt.
Ég setti inn helling af myndum í albúm merkt Maí Danmörk.
Og svo eitt myndband í lokin af áhugamanneskju um ryksugur..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 12.5.2009 kl. 10:54 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.