23.5.2009 | 09:20
Litla rófan
Það er eitt sem að kemur henni Krúttfríði Sigurgrímsdóttur alltaf í gott skap, og það er að standa sjálf. Og ef það er ekkert til að halda í, þá heldur maður bara í bumbuna sína. Hún er orðin ansi brött í þessum æfingum sínum stelpu rófan.
Við erum búna að vera að njóta veðurblíðunnar mæðgurnar á meðan Karólína og Sigurgrímur eru í skólanum, það er ekkert leiðinlegt í sólbaði.
Ég fór með stelpurnar að skoða Sönderborg Slot á uppstigningadag og mikið rooosalega skemmtu þær sér vel í prinsessu leik - í alvöru höll.
Svo fórum við í bæinn, skelltum okkur á ströndina keyptum okkur ís, kíktum á kallinn í skólann þar sem hann situr sveittur að undirbúa annarverkefnið sitt sem mér sýnist ganga súper vel, og svo að lokum fórum við á markaðinn hjá carnivalinu og keyptum cowboy hatt í afmælisgjöf handa gamla manninum sem verður 35 ára í næstu viku.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt líf sem býður ykkar þarna. Gangi ykkur allt í haginn.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.5.2009 kl. 17:29
vá má ég koma heimsækja þig?? nice...
Berta (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:03
Ó já anytime
Tinna, 25.5.2009 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.