11.6.2009 | 03:16
Pjónaklúbburinn " DAUÐA MÚSIN"
Við mæðgur erum búnar að vera voða duglegar að prjóna undanfarna daga. Mamma framleiðir hverja peysuna á fætur annarri eins og vel smurð prjónavél, ég er enn að hnýta saman peysu á hann Sigurgrím í rólegheitunum og litli snillingurinn hún Elena Dís er að prjóna rauðann trefil á mömmu sína. Í dag kom upp sú hugmynd að við ættum bara að stofna prjónaklúbb..... jújú Elena Dís var ekki lengi að finna gott nafn á hann........ Prjónaklúbburinn DAUÐA MÚSIN!
Elena Dís er búin í skólanum og stóð sig súper vel að vanda, var hæst í stærðfræði í 2. bekk með 9,5 í einkunn. Fyrir vikið fékk hún að halda kveðju náttfatapartý fyrir bestu vinkonurnar.
Þvílíkt stuð: popp, nammi, snakk, pizza, gos, fullt af 7-9 ára stelpum, náttföt, leikrit, sængur, koddar og Shallow Hall. Þarf að segja meira?
Upp komst leyndur hæfileiki meðal hópsins...... þær geta troðið hnefanum upp í munninn á sér. Eins og alvöru dömur.
Annars fór Elena Dís upp í sveit með ömmu sinni og afa um síðustu helgi og við komum og sóttum hana ég María og "hin" amman og afinn. Rollan hennar hún Stjarna var að eignast tvo hrúta og svo fékk Elena að eiga eina gimbur aukalega líka því hrútarnir rata víst í sláturhúsið í haust. Við sem erum ekki enn búnar að borða Arnar frá því í fyrra.
María Ísól er alltaf að grallarast eitthvað , hún er alveg hrikalega fyndin og hefur ótrúlegan húmor. Það er hægt að kalla fram hina ýmsu svipi með pöntun hjá henni, flestir eru í þá áttina að hún snýr upp á nefið og sýnir allar tennur... hehehe ég get ekki hætt að hlæja þegar þessi svipur kemur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert rík elskan mín, njóttu lífsins með gullunum þínum. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 14:16
Alltaf gaman að lesa hjá þér Tinna mín. Þú hlúir svo vel að gullmolunum þínum og segir svo skemmtilega frá :). Fyndnar skvísurnar í stelpupartýinu svona á lífið að vera og hún nafna Ísól er bara fyndin á þessari mynd. Knús frá nöfnu.
María Ólöf Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.