16.6.2009 | 03:23
Þær liggja djúpt ræturnar
Það er ótrúlegt hversu sterk fjölskyldutengslin myndast snemma á æfinni. Litla María Ísól er rétt orðin 10 mánaða og hún er gjörsamlega yfir sig ástfangin af honum pabba sínum, þó svo að hún hitti hann sjaldan og og núna ekki hitt hann í tæpan mánuð. Þá birtir yfir litla andlitinu hennar í hvert skipti sem að hún sér mynd af honum, heyrir röddina hans eða talað um hann. Hún er búin að knúsa og kyssa myndina sína af þeim feðginum svo mikið að í gær braut hún loks myndarammann sinn.
Hún skilur ekki af hverju pabbi getur ekki tekið hana í gegn um tölvuna þegar hún réttir honum hendurnar og það magn af slefi sem að tölvan inniheldur er ótrúlegt. Hún klappar tölvuskjánum og gerir alla sína fínustu stæla í beinni útsendingu fyrir kallinn.
Í dag tók hann upp gítarinn og spilaði fyrir hana frumsamda efni vikunnar á meðan litla krúttið sat dáleiddum augum fyrir framan tölvuna, þetta stóð yfir í tæpan klukkutíma og inn á milli dáleiðslunnar kom gífurlegt sprikl eitthvað í áttina að danssporum, slamm (já hún slammar), öskur og söngur af kæti. Þetta var hápunktur dagsins.
Elena Dís er líka mjög dugleg að tala við pabba sinn á skype og msn rétt eins og María Ísól - þótt hún skilji aðeins betur að það er ekki hægt að fara inn í tölvuna, þá er söknuðurinn þar er einnig mikill. En þau eiga sér líka sterkar rætur og brátt fer að líða að því að hún fái pabba sinn heim og geti eytt með honum sumrinu.
Já það er flókið fjölskyldulífið hér á bæ, hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir 15 árum. Ég þakka bara fyrir Skype og msn.
..............og þessa kalla sem þær eiga líka
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:27 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Netpabbi.is
hehehehehehheheheheheheheheh
tæpur mánuður í að þið komið. þetta styttist
Sigurgrímur Jónsson, 16.6.2009 kl. 06:26
Æi dúllurnar sætu :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:29
Yndislegt að geta haft samband við fjarstadda pabba, gangi ykkur vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 11:57
Jám 3-4 vikur... laaaaangar vikur.
Tinna, 16.6.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.