20.6.2009 | 13:03
Fyrstu skrefin
Það er nóg að gera hér á bæ eins og vanalega. Dagarnir okkar saman á Íslandi verða æ færri og ég viðurkenni það að maður er orðin pínu óþreyjufullur á að bíða.
Við skelltum okkur á Geysi í gær, Elena Dís fór með vinkonum sínum úr fimleikunum og hetjunni henni Elínu upp í bústað og gisti eina nótt. Það fannst henni æðislega gaman. Ég fór svo og sótti slatta af hópnum í gær og á meðan fór María Ísól til ömmu sinnar á Selfoss í pössun. . Þar flettum við nokkrum myndum af ömmunni frá því hún er á aldur við Maríu og það er nokkuð ljóst hvaðan hún kemur þessi stúlka.
María Ísól gerði sér lítið til og tók sín fyrstu skerf í heimsókninni hjá ömmu sinni. Hún kann að velja stað og stund litla daman. Rosa dugleg 4 skerf á stéttinni úti í garði hjá ömmu, og svo aftur þegar við komum að sækja hana.
Í vikunni fórum við svo af gömlum sið á víkingahátíðina enn eitt árið. Ég vil taka það fram að ég hef ekki misst af einni víkingahátíð frá upphafi. Og held enn sambandi við suma af þessum gömlu sem komu fyrst. Þessi var vel heppnuð og vel mætt þrátt fyrir kreppu. Þeir voru ánægðir með mig skítugu karlarnir að við værum að fara að flytja til Danaveldis og buðu mér að koma á stóru loka hátíðina í Århus í lok júlí.
Við sjáum til hvernig það fer.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha, víkingar í Árhúsum, við þangað.
Sigurgrímur Jónsson, 20.6.2009 kl. 23:26
Já ok ég er til.
Tinna, 21.6.2009 kl. 00:20
Er Sigurgrímur Selfyssingur? gaman hvað allt gengur vel, njóttu lífsins elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 14:52
Hann er frá Holti í Stokkseyra hrepp karlinn, en mamma hans og systir búa nú á Selfossi.
Tinna, 21.6.2009 kl. 17:26
Til hamingju með fyrstu skref nöfnu minnar Ísoldar ;). Skemmtilegar myndir, þú verður að kenna mér að klessa inn eins og einni og einni mynd. Þetta er nokkuð þurrt svona án mynda. Svo verðum við að plana "deit" áður en þú ferð á þitt "deit" við Sigurgrím úti í DK. Kannski skiptir þú bara um skoðun, hver veit he he
María Ólöf Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 22:38
Jii hugsaðu þér ef það myndi gerast.......
Ég er nú búin að skíra barnið mitt í höfuðið á þér
Annars tók ég próf á feisbúkk um daginn og útkoman var að ég ER hommi.
Tinna, 22.6.2009 kl. 01:11
He he já segðu, ég tók sama próf og ég var gay ;) veit samt ekki hvort það er. En ég skammast mín svoltið fyrir að hafa stafsett síðara nafn dóttur þinnar rangt þarna að ofan. Þetta var klárlega ásláttarvilla því það er Ísól en ekki Ísold. Ég vona að þú hættir ekki við deitið þrátt fyrir þessi mistök. Knús ;*
María Ólöf Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 12:11
Hlökkum til að fá ykkur mæðgurnar hérna út það verður bara gaman er það ekki
Ragna Valdís (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:08
Æðislegar skotturnar !!!
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.