19.7.2009 | 21:02
Finally
Jæja mikið að gera síðustu dagana á Íslandi, mikið að pakka og ganga frá endalausum endum. En þetta hafðist þó á endanum og við María Ísól erum komnar í baunalandið og komnar inn í danska kerfið.
Við ákváðum að halda veislu í tilefni þess að við erum loks að yfirgefa landið og marga hausa að kveðja og lítill tími. Elduð var íslensk kjötsúpa úr hrútnum hennar Elenu Dísar honum Arnari og öllum boðið í mat. Elena Dís og afi gerðu líka ljómandi góða kæfu úr slögunum, þá má segja að nú sé hann Arnar allur.
Lífið í Danmörku er bara voðalega rólegt og ljúft þessa dagana við erum bara með Ísólina hjá okkur og erum búin að vera í endalausum grillveislum síðan við komum. Svo kom Dagný hér við frá Óðinsvé okkur til mikillar gleði. Hún fór með okkur í Cowboybyen sem er nýja hverfið sem við erum að fara að flytja í að kíkja á litla húsið okkar.... vá hvað ég get ekki beðið eftir að fá það, við hittum tilvonandi nágrannana, virtust vera indælis fólk.
María Ísól er orðin baunaspíra og fékk sinn fyrsta hjóla hjálm, (hann er pínu skakkur og vanstilltur á myndinni) hún tekur sig vel út í hjólavagninum og þykir ekki leiðinlegt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með flutninginn elskan mín, gangi ykkur allt í haginn. Húsið er sko dúllulegt. við lítum inn næstum þegar við komum í Sönderborg.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 21:54
Veiiiij velkomin til Danmerkur :) Húsið er ekkert smá sætt :)
Cilla (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:23
Flott húsið, það verður enginn smá munur að komast úr litlu íbúðinni :)
Linda Sivertsen (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:33
Ó já það verður æði,,, vonum bara að ég komi öllum húsgögnunum inn, annars verður risa garðsala í Havnbjerg.
Tinna, 21.7.2009 kl. 17:21
gaman að sjá nýjar fréttir af ykkur. Vona að "innflutningurinn" í nýja húsið eigi eftir að ganga vel. bestu kveðjur frá AK
Eva Mjöll (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.